Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.1.2016 | 12:58
Félagsvæðum fjármálakerfið
Þetta mál er bara eitt dæmi af mýgrút, um ókosti þess að hafa fjármálakerfi sem er rekið í gróðaskyni fyrir auðvaldið.
Fjármálakerfið á að vera rekið samfélagslega og gróðinn af því á að koma fram í hagstæðri fjármálaþjónustu við fólk og fyrirtæki. Þau eiga m.ö.o. ekki að hafa arð af viðskiptum sínum heldur eiga þau að þjóna samfélaginu, sem á að hafa arð af að nýta sér þjónustuna.
![]() |
Borgunarsalan augljóst klúður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2016 | 10:59
Hvaðan kemur allt þetta flóttafólk?
Flest flóttafólkið sem streymir nú til Evrópu er að flýja frá löndum sem eru í rúst eftir hernað heimsveldanna, ekki síst NATÓ (með þátttöku Íslands, ef einhver var búinn að gleyma því). Flóttamannastraumi fylgja vitanlega margvísleg vandamál -- en þeim vandamálum er tæpast hægt að líkja við vandamálin sem fólkið er að flýja. Flóttamenn koma, eðli málsins samkvæmt, ekki af því að þá langi bara til að koma, heldur eru þeir á flótta.
Ef fólk vill ekki flóttamannastraum -- og auðvitað vill hann enginn -- þá væri góð byrjun að hætta að taka þátt í að drepa fólk í öðrum löndum og rústa heimkynnum þess. Þið sem studduð Íraksstríðið og Afganistanstríðið eða loftárásirnar á Líbíu og Júgóslavíu -- munið það næst þegar á að fara í stríð og landsfeðurnir og spunarokkarnir fara að tala um hvað þessi eða hinn forsetinn sé mikill skúrkur.
Óvinurinn heitir: Heimsvaldastefnan. Hún er aflið sem sundrar friði og rekur fólk á flótta. Hún er skúrkurinn sem þarf að knésetja.
![]() |
Björguðu 150 þúsund mannslífum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2016 | 10:52
Tvær athugasemdir
1. Hver gerði þessa opinberu rannsókn? Bretar?
2. Samþykkti Pútín morðið? Rannsóknarkýrslan heldur því fram. Blaðamaðurinn slær því upp eins og það sé staðreynd. Er blaðamaðurinn að segja að það sé staðreynd?
![]() |
Pútín samþykkti morðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2016 | 08:35
Stórhættulegt -- ætti að banna það?
Maður sér nokkrum sinnum á ári fréttir um að elsta fólk í heimi sé dáið. Það er greinilegt að það er lífshættulegt að vera elstur í heimi. Það er spurning hvort þarf ekki að banna það, til þess að forða fólki frá hættu?
![]() |
Látinn 112 ára að aldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2016 | 11:46
ISIS, handbendi heimsvaldastefnunnar
18.1.2016 | 10:12
Mættu vera margfalt fleiri, en...
Ísland er, þrátt fyrir allt, eitt ríkasta land í heimi. Við gætum auðveldlega tekið við margföldum þeim fjölda flóttamanna sem við gerum, og þar af leiðandi ættum við að gera það. Það ætti að líta á það sem góðan árangur, já, sem sigur, að hjálpa sem flestum bágstöddum.
Það er auvirðilegt að stilla flóttamönnum upp sem andstæðu við skjólstæðinga íslenska velferðarkerfisins. Þetta er ekki annað-hvort-eða spurning, heldur eru kjör öryrkja og aldraðra tekin í gíslingu með slíku tali. Útgjöld til velferðarmála eru ekki föst stærð, heldur pólitískt ákveðin. Þannig væri nærtækara að draga öryrkja og aldraða inn í umræðuna um arðgreiðslur banka eða útgerðarinnar.
Aðalatriðið er samt orsökin fyrir því að allt þetta fólk hrekst á flótta. Finnst einhverjum skrítið að barnafólk flýi undan dauðasveitum ISIS? Finnst einhverjum það vera léttvæg ástæða?
Þá má halda því til haga að Ísland hefur stutt nánast hvern einasta hernaðarleiðangur Nató og Vesturveldanna undanfarna áratugi. Það hefur afleiðingar, og því fylgir ábyrgð. Það vill enginn að milljónir manna séu á flótta. Á skal að ósi stemma: Ísland á að hætta að styðja árásarstríð og fara að beita sér fyrir friði í heiminum. Það væri gagn í því.
![]() |
82 fengu hæli á Íslandi í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2016 | 10:02
Brask með eignir almennings
Norski olíusjóðurinn er útópía sem m.a. borgaralegir vinstrimenn trúa á. Trúa á, að það sé hægt að þjóna langtímahagsmunum alþýðunnar með sjóðssöfnun og fjármálabraski, þótt allur hugsanlegur gróði af slíku komi alltaf á endanum úr vösum alþýðunnar sjálfrar. Þetta er sama hugsunarvillan og trúin á íslensku lífeyrissjóðina byggist á. Trúin á kapítalismann.
Í kapítalisma koma kreppur nokkrum sinnum á hverri meðalstarfsævi. Það er staðreynd. Mundi einhverjum detta í hug að safna matarforða til elliáranna og geyma hann svo í geymslu sem væri vitað að ætti eftir að brenna a.m.k. tvisvar eða þrisvar áður en ætti að éta hann?
Það getur ekkert vaxið endalaust. Það er staðreynd. Hagkerfið getur heldur ekki vaxið endalaust. Þegar af þeirri ástæðu er gróðahlutfallið dæmt til að minnka strax og menn fara að nálgast endimörk vaxtarins. Burtséð frá því krefjast þróaðri atvinnuhættir sífellt meiri fjárfestingar, sem aftur ber fjármagnskostnað, þannig að á þeim enda lækkar gróðahlutfallið líka.
Í tilfelli íslensku lífeyrissjóðanna, þá ávaxta þeir sig að miklu leyti með húsnæðislánum til sjóðsfélaga, á markaðskjörum. Meira en helmingurinn af húsnæðiskostnaði er vextir. Mundi einhver með öllum mjalla borga 100 milljónir fyrir hús sem kostar 40 milljónir? Það hljómar kannski klikkað, en margir gera það samt.
![]() |
Tveir þriðju olíusjóðsins þurrkast út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2016 | 12:29
Síðasta nýlenda Afríku
Vestur-Sahara er stundum kallað síðasta nýlendan í Afríku. Ekki höfðu spænsku nýlenduherrarnir fyrr yfirgefið svæðið, en marokkóski herinn kom og lagði það undir sig og innlimaði í Marokkó. Þeir hafa síðan farið með rányrkju um auðlindirnar - einkum auðugar fosfatnámur (fosföt eru einkum notuð í kemískan áburð fyrir landbúnað) og fiskimið, þar sem m.a. íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fagnandi tekið þátt í að ryksuga upp þjófstolinn hestamakríl.
Til að styrkja hernám sitt í sessi hafa marokkóskir landnemar svo verið fengnir til að setjast að í Vestur-Sahara.
Þess má geta að Vestur-Saharamenn (Sahrawi-þjóðin) eru innan við milljón talsins og Marokkómenn 33 milljónir.
![]() |
Svíar viðurkenna ekki Vestur-Sahara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2016 | 19:28
Tímamótakönnun
Þessi könnun Siðmenntar er bylmingshögg í borð trúmálaumræðu á Íslandi og sýnir skýrt ýmislegt sem var ekki nogu skýrt fyrir, þótt margt af því komi svo sem ekki á óvart.
Mér finnst kyndug fyrirsögnin á frétt Mogga. Helmingur aðspurðra sagðist vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Fimmti hver er á móti. Þriðjungur er óákveðinn. Fyrir sögnin "49% hlynnt aðskilnaði" er ekki beinlínis röng -- en hún gefur villandi mynd.
Það er margt í þessu. Eitt þarf ég að benda á. Í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012 skar spurningin um kirkjuna og stjórnarskrána sig úr, hún var orðuð svo óskýrt að margir misskildu hana og kusu þess vegna ekki það sem þeir ætluðu að kjósa. Árið 2012 lýstu 72% landsmanna sig hlynnta aðskilnaði. Ég vil vita hver ákvað hvernig spurningin ætti að vera orðuð. Þetta lítur út eins og skemmdarverk.
![]() |
49% hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2016 | 13:50
Glópagull
Þeir hafa aldeilis fengið gullið á hagstæðu verði, ef 60 milljónir íslenskar borga bæði gullið og vinnuna við uppsetninguna, þegar tekið er tillit til þess að miðað við heimsmarkaðsverð á gulli fengi maður ekki meira en ca. 15 kíló fyrir þennan pening.
Getur verið önnur skýring?
Mogginn segir "stytta úr gulli", BBC segir "gold painted".
![]() |
Risavaxin stytta fjarlægð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |