Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Má kalla blökkumenn negra?

Ég held að tilfinning Íslendinga fyrir orðinu "negri" sé svipuð og fyrir orðinu "nigger" í ensku en að "svertingi" veki svipaða tilfinningu og "negro". En ég held að "neger" á dönsku veki frekar svipaða tilfinningu og "svertingi" heldur en "negri" á íslensku, þ.e.a.s. hljómi ekki eins neikvætt í eyrum fólks.

Það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið hvað menn kalla menn - orðið "svertingi" er ekkert neikvæðara en "blökkumaður" - heldur er aðalatriðið auðvitað viðhorfið. Ef manni er í nöp við blökkumenn, þá hefur orðið "blökkumaður" jú líka neikvæða merkingu, er það ekki?


mbl.is Umdeildur ráðherra settur í umhverfismálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar endar þetta eiginlega?

Isavia var að uppfæra spá um fjölgun ferðamanna, úr 22% aukningu í 37% aukningu - miðað við í fyrra. Til stendur að nota 20 milljarða í viðbyggingar við Leifsstöð á árinu. Hvar endar þetta eiginlega? Hvað getur þetta land tekið við mörgum? Og: Ef það gefur á bátinn í efnahagskerfi landanna sem ferðamennirnir koma frá, er þá flúðasiglingaferðin til Íslands ekki eitt af því fyrsta sem fólk hættir við að fá sér?

Spádómur: Í næstu kreppu (sem er kannski ekki langt undan) mun ferðamönnum til Íslands fækka um helming miðað við árið á undan. Hvað verður þá um öll nýju, fínu hótelin sem nú eru í byggingu?

Fordæmið er ekki langt undan: Spánn er ekki ennþá búinn að rétta úr kútnum eftir að þýskir ellilífeyrisþegar hættu að kaupa sér annað heimili í sólinni fyrir 7-8 árum síðan.

Það er ekki nóg að byggja bara meira og meira upp af gistirýmum og öðrum innviðum. Það þarf líka að segja stopp á einhverjum tímapunkti. Stjórnvöld þurfa að gera það. Annað væri óábyrgt.


mbl.is Hvergi nærri hámarki ferðamannafjölda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynningarfundur Alþýðufylkingar á laugardag

Alþýðufylkingin heldur opinn kynningar- og umræðufund í Friðarhúsi næsta laugardag (20. febrúar) kl. 13. Skoðið fréttatilkynninguna:

Opinn fundur í Reykjavík nk. laugardag

...og mætið svo þangað og takið gesti með ykkur.

 


TISA og lýðræði á undanhaldi

Á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar var að birtast gagnmerk samantekt Þórarins Hjartarsonar á aðalatriðum TISA-samningaviðræðnanna:

TISA og lýðræði á undanhaldi


Veraldarhyggju kennt um

Menn þurfa að vera heilaþvegnir til að kenna veraldarhyggju (sekularismus, laïcité) um hvernig komið er fyrir múslimum í Frakklandi. Vandamál sem mörgum er tamt að tengja við þá eru margvísleg, en þau eru í fyrsta lagi ekki bundin við múslima sem slíka og í öðru lagi eru þau félagsleg. Rasismi ýtir fórnarlömbum sínum út á jaðar samfélagsins og lætur þeim líða eins og þau eigi ekkert sameiginlegt með samfélaginu sem útskúfar þeim. Um leið dregur hann úr samstöðu fátæks fólk, sem fyrir vikið á erfiðara með að berjast fyrir rétti sínum.


mbl.is Front National helsta skotmark Ríkis íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskrá og neyðarástand

Allir þekkja hvernig Hitler & Co. notuðu ákvæði þýsku stjórnarskrárinnar um neyðarástand til þess að taka sér öll völd, og ég ætla ekki að rekja það hér.

Ég efast líka um gagnsemi þess að stjórnarskrárbinda ákvæði um neyðarástand.

En ef það eru misnotkun og fasismi sem menn óttast, þá er það falskt öryggi að hafa ekki þannig ákvæði. Fasistar hafa nefnilega ekki sett það fyrir sig hingað til. Í löndum þar sem fastistar eða herforingjastjórnir hafa tekið völdin án þess að hafa svona ákvæði, hafa þeir bara numið stjórnarksrána úr gildi, ellegar vikið henni til hliðar "um stundarsakir" meðan þeir "koma á röð og reglu".

Það eru önnur atriði sem er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af: hernaðarstefna, rasismi, eftirlitssamfélag, lögregluríki, fátækt og félagsleg vandamál.


mbl.is „Neyðarástand“ í stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og kynferðislegur lotugræðgissjúklingur?

"Þótt náttúran sé lamin með lurk leitar hún út um síðir."

Ekki veit ég eftir hverjum þetta er upphaflega haft, en það gildir um kaþólsku kirkjuna eins og annað, að það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla að bæla niður eðlilegar hvatir fólks.

Krafa um að prestar séu skírlífir er gott dæmi um þetta. Fólk hefur kynhvöt. Prestar eru fólk. Ef það er reynt að afneita kynhvötinni um eðlilega útrás, leitar hún bara í staðinn að einhverri annarri útrás. Þarf að ræða það eitthvað frekar?

Annað: Fordæming á samkynhneigð gerir það að verkum að fólk lifir inni í skáp skammar og fordóma sjálfra sín og annarra í stað þess að fylgja tilfinningum sínum. Heldur einhver að það kunni górði lukku að stýra?

Þriðja: Löng saga yfirhylmingar skapar kjöraðstæður fyrir öfugugga.

Mig minnir að það hafi verið Christopher Hitchens sem líkti sambandi kaþólsku kirkjunnar við kynlíf saman við samband lotugræðgissjúklings við mat. Strangt svelti og hömluleysi til skiptis.


mbl.is Kirkjan siðferðilega gjaldþrota?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Tók af lífi"?

Orðrétt tilvitnun í fréttina:

"Til að mynda tók reiður elsk­hugi konu af lífi í versl­un­ar­miðstöð í fyrra"

Er eðlilegt að nota orðin "taka af lífi" þegar greinilega er um morð að ræða?


mbl.is Skaut fjögur börn sín til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlendingar haldnir útlendingaandúð

Við sem erum ekki útlendingar gleymum því stundum að innflytjendur hafa mjög fjölbreyttar skoðanir og að sumir þeirra eru rasistar. Ég var einu sinni að vinna með einum slíkum, síkátum stráki frá Austur-Evrópu, sem sagðist vera "föðurlandsvinur" og kunni að segja "fóstureyðing" á ensku, en ekki "stéttarfélag". Hann var harður á því hvað hann og félagar hans væru vinnusamir og duglegir (þeir voru það) en fannst flest hörundsdekkra fólk vera afætur á samfélaginu. Það gátu kallast fleyg orð, þegar hann sagði: "Sko, ég er ekki rasisti, en hvað er eiginlega að svertingjum!? Þeir eru svo heimskri! Og klikkaðir!"


mbl.is Ætluðu að ráðast á hælisleitendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt déskotans hótelið!

Ókei, ég skil það sjónarmið hóteleigenda og annarra peningamanna að vilja maka krókinn og skara eld að sinni köku, en sem íbúi í Reykjavík og á Íslandi spyr ég: hvenær verður komið nóg?

Átroðningur ferðaþjónustunnar er farinn að þrýsta mjög á miðbæ Reykjavíkur, m.a. á fasteignaverðið, sem þýðir að fólk á lægri enda tekjurófsins er farið að hrekjast burt.

Hér kemur milljón ferðamanna á einu ári - og það er eins og stjórnvöld láti bara skeika að sköpuðu, láti markaðinn bara um þetta, vaxa bara og vaxa eins og endalaus vöxtur sé hugsanlegur - kannski í anda þess "hvað það væri gaman ef við gæfum bara í", eins og Hannes Hólmsteinn orðaði það svo spámannlega hér korteri fyrir hrun.

Hvar endar þetta? Í tveim milljónum ferðamanna? Í þrem milljónum? Í fimmtán milljónum? Ég bara spyr.

Hafa menn áttað sig á því hvað verður um öll herlegheitin næst þegar kemur kreppa í löndunum sem túristarnir koma frá? Ætli flúðasiglingaferðin til Íslands verði ekki eitt af því fyrsta sem fólk neitar sér um þegar ráðstöfunartekjurnar minnka?

Eins og þegar þýskir eldri borgarar hættu að kaupa sér annað heimili á Spáni fyrir nokkrum árum?


mbl.is Austurvöllur mun breyta um svip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband