Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Prinsipp VG

VG: Það er prinsippmál að vita hverjir það eru sem kaupa Arion-banka.

Hér er prinsippmál: Það á ekki að selja bankana til gróðadrifinna aurasálna heldur á að félagsvæða þá. Það á svo að reka þá með það markmið að veita fólkinu í landinu hagstæða fjármálaþjónustu - með það markmið og ekki með neitt annað markmið.

VG segja þetta auðvitað ekki, enda seldi Steingrímur líka banka á sínum tíma. Án neinnar umræðu, ekki einu sinni í flokknum.


mbl.is Krafist upplýsinga um kaupendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverja styðja Ísraelar?

Það skal enginn segja mér að Ísraelar séu hlutlausir í sýrlenska borgarastríðinu. Þeir gera loftárásir á landið og á eina nánustu bandamenn ríkisstjórnarinnar. Með því eru þeir í besta falli óbeint að greiða leiðina fyrir hryðjuverkamenn.


mbl.is Lykilhlutverk Rússa eftir loftárásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju, Ragnar

Ragnar hefur árum saman gagnrýnt spillingu í verkalýðs- og lífeyrissjóðahreyfingunni og bæði gert það af meiri festu og málefnaleik en flestir. Það er áfangasigur að hann hafi unnið þessa kosningu, nú þarf hann að ganga ganginn.

Til hamingju, Ragnar, og gangi þér vel.


mbl.is Framboðið var vantraust á forystu ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum þeim múrstein!

Ég hef um árabil afþakkað allan fjöldapóst. Þegar er engu að síður troðið inn um lúguna hjá mér einhverju drasli sem ég kæri mig ekki um, þá tek ég mig stundum til, pakka því inn, fer með það á pósthúsið og sendi það til fyrirtækisins sem sendi það. Og læt viðtakanda greiða burðargjaldið. Ég læt helst fylgja með múrstein eða litla gangstéttarhellu í pakkanum, svona til áherslu.

.......

Ef hundrað manns gerðu þetta við sama fyrirtækið sama daginn. Ætli það mundi ekki hugsa sig tvisvar um, næst þegar það ætlaði að senda fjölpóst?


mbl.is 90% vildu afþakka frípóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bandamanna"?

Hverjir eru "bandamenn" í Sýrlandi? Er verið að tala um bandamenn sýrlensku ríkisstjórnarinnar, Rússa, Írana og Hizbollah? Eða er verið að tala um það sem bandamenn Íslands aðhafast þar, Bandaríkin, Íslamska ríkið á Arabíuskaga og hvers kyns óaldarlýður sem þessi lönd o.fl. hafa á mála?


mbl.is Drápu tengdason Osama bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó fyrr hefði verið

Í fréttum RÚV eru fréttir jafnan textaðar -- þegar þær eru um heyrnarlausa.

Eins og heyrnarlausir fylgist bara með fréttum um heyrnarlausa.


mbl.is Fjölmiðlaveitur texti allt myndefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elding kl. 12:23?

Sáu fleiri en ég eldingu rétt í þessu?


Smjörklípa

Það er orðinn fastur liður hjá Sjálfstæðisflokknum að taka upp þráðinn við að auka aðgengi að áfengi, þegar hann vill dreifa athyglinni frá óþægilegri umræðuefnum, eins og skýrslu um skattaundanskot eða þvíumlíkt.

Staðreynd: Fyrirkomulagið á áfengissölu íslenska ríkisins er í góðu lagi. Hvert er vandamálið? Þetta er eitt af því fáa sem er ekkert sérstakt vandamál við. Eitt af því fáa sem er bara í góðum farvegi eins og það er.

Það er þreytandi tugga að "það sé ekki hlutverk ríkisins að reka smásölu". Segir hver? Sá sem er annað hvort hugmyndafræðilega forritaður markaðshyggjumaður, sá sem eygir gróða fyrir sig eða vini sína í áfengissmásölu, eða sá sem vill beina athyglinni frá einhverjum óþægilegri málum.


mbl.is „Æi, elsku Brynjar minn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kvöld: Opinn fundur um verkalýðsráðstefnuna í Mumbai

Frá heimsráðstefnunni í Mumbai gegn stríði, arðráni og óöryggri vinnu sem haldin var 18.-20. nóvember 2016
 
Opinn fundur þar sem kynnt verður nýafstaðin alþjóðaráðstefna í Mumbai á Indlandi. Þar komu saman fulltrúar hundruða verkalýðsfélaga og stjórnmálaflokka frá öllum heimsálfum og ræddu stöðu og horfur verkalýðsbaráttu í heiminum.
Framsögumaður verður Jean Pierre Barrois, sem sat ráðstefnuna, ásamt Pierre Priet. Þeir eru frá franska blaðinu La Tribune des travailleurs (Verkalýðsblaðinu) og Parti ouvrier indépendant démocratique (POID) (Sjálfstæða lýðræðis-verkalýðsflokknum)
Fundurinn verður í MÍR-salnum, Hvefisgötu 105, fimmtudagskvöld 26. janúar og hefst kl. 20:00. Hann fer fram á ensku. Allir velkomnir.
 
Að fundinum standa Alþýðufylkingin og Menningar- og friðarsamtökin MFÍK

Aleppo fallin

Sýrlenski stjórnarherinn er á síðustu metrunum að taka restina af Aleppo-borg á sitt vald. Þetta hefur vægast sagt verið sársaukafull aðgerð en vandséð hvað annað er hægt að gera þegar hryðjuverkamenn ráða yfir borgarhluta, gráir fyrir járnum. Vestræn pressa fjallar mikið um glæpi sýrlenska hersins gegn mannkyni og ýkir frekar en hitt. Samt er sýrlenski herinn eina aflið sem getur stöðvað Íslamska ríkið. Sorgleg staða, en aðrar stöður væru ennþá sorglegri. Allir kostir vondir.

Á sama tíma hefur Bandaríkjaher notað hvítan fosfór gegn sömu öflum í Mósúl í Írak. Af hverju fjalla íslenskir fjölmiðlar ekki um það?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband