Gyðingakirkjuna?

Hvað er "gyðingakirkja" eiginlega? Og:

Þeir sem skráðir eru í kirkju kaþólskra, lúterskra eða gyðingakirkjuna borga kirkjugjald sem nemur 8-9% af tekjuskatti.

...geta þessar tölur verið réttar?


mbl.is Fá ekki kirkjulega jarðarför nema borga skattinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekkert nýtt Íslendingar urðu að borga Tíund til Kaþólsku kirkjunnar allt frá árinu 1000, eða frá því þeir undirgengust kristna trú og hættu að vera ásatrúar en ég veit hins vegar ekki hvort eins var gert fyrir árið 1000 trúlega hafa þeir þurft að greiða skatt til Goða sinna á hverjum tíma???????

Guðbrandur Ólafsson (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 11:48

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sæll, Guðbrandur. Tíund var fyrst tekin upp hér á landi árið 1096. En síðan er mikið vatn runnið til sjávar, og það sem ég meinti er að 8-9% af tekjuskatti er svo galin upphæð að ég á erfitt með að trúa henni. Til samanburðar borgar fólk á Íslandi nálægt þúsundkalli á mánuði í sóknargjöld.

Vésteinn Valgarðsson, 1.10.2012 kl. 00:13

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fólk hafði með sér rífleg veisluföng þegar það fór til goða sinna á blót það nefndist blóttollur. En almenningur gat líka skipt um goða hvenær sem það vildi þ.e. gengið í nýtt goðorð. Goð-orðs-maður er eftir orðanna hljóðan sá sem flytur orð goðanna en þeir höfðu ekkert veraldlegt vald umfram það að sitja í Lögréttu á  allsherjarþingið (allur landslýður á Þingvöllum) fór með æðsta vald þingsins.

Sigurður Þórðarson, 4.10.2012 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband