Alvöru aðgerðir í þágu heimilanna

Undanfarið kjörtímabil hef ég oft og margsinnis tjáð óánægju mína með ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna. En satt að segja er ég ennþá óánægðari með Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Ef landsmenn kjósa þá kóna yfir sig, þá verður sko farið úr öskunni í eldinn. Það er nákvæmlega ekkert að marka loforð þeirra um aðgerðir í þágu heimilanna. Eina raunhæfa aðgerðin í þágu heimilanna, sem ég hef heyrt boðaða í umræðunni undanfarið, er félagsvæðing fjármálakerfisins og þar með stórlækkaður vaxtakostnaður. Það er alvöru aðgerð. Og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru sko ekki að fara að félagsvæða fjármálakerfið, því get ég lofað ykkur.  Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, hélt erindi um félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem mér þykir skýra sjónarmið okkar vel: Félagsvæðing fjármálastarfseminnar.

Sjá einnig: Svona minnkum við vægi verðtryggingarinnar.


mbl.is Fyrirheit „í þágu heimilanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er nokkuð annað fyrir þig að gera, Vésteinn, en að stofna Múslímskt Bræðralag á Íslandi og sjá hvort aðferðir þeirra dugar betur en hjá íslenskum stjórnmálamönnum?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.2.2013 kl. 11:42

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dettur ykkur Vésteinn aldrei í hug að menn hafi lært af ógninni sem steðjað hefur að okkur undanfarið,þar er í mörg skúmaskot að líta. Langflestir Íslendingar hafa skynjað hana og þessvegna sameinast um að koma núverandi stjórn frá völdum.

Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2013 kl. 12:55

3 identicon

Geir (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 12:57

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Helga, ég hef gagnrýnt núverandi ríkisstjórn allt kjörtímabilið, en ég hef líka séð það á Sjálfstæðisflokknum í stjórnarandstöðu, og ný síðast á landsfundinum þeirra, að þar er flokkur sem hefur engu gleymt og, nei, ekkert lært heldur. Það verður dýrt spaug ef hann kemst aftur til valda.

Vésteinn Valgarðsson, 26.2.2013 kl. 18:11

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já en Vésteinn hann er eini flokkurinn sem vill hætta afdráttarlaust aðlöguninni að ESB. Það er okkur svo mörgum afar mikilvægt. Aldrei fyrr í sögu sjálfstæðs Íslands hefur stjórnmálaflokkur/ar unnið að því öllum árum að færa erlendu ríkjasambandi fullveldi Íslands,þannig að allt annað situr á hakanum. Þeim er ekki annt um neitt íslenskt nema því sem fleytir þeim til fyrirheitna lands þeirra. Ég veit ekkert um hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur lært eða gleymt,en vonandi eru það ekki hótun hjá þér að það verði dýrt spaug,ef þeir ná völdum. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 27.2.2013 kl. 13:53

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hótun hjá mér? Hvað meinarðu eiginlega?

Það verður dýrt spaug ef þeir ná völdum, vegna þess að það mun fjölga tækifærum spilltrar elítu til að maka krókinn og láta illt af sér leiða á kostnað alþýðunnar.

Alþýðufylkingin vill tafarlaust hætta aðildarviðræðum við ESB.

Vésteinn Valgarðsson, 1.3.2013 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband