Leynivopn Alþýðufylkingarinnar

Það er mjög áhugavert að sjá þessa miklu hreyfingu á fylginu. Hrunið frá VG eru ekki nýjar fréttir, en það er eftirtektarvert að Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hafi ekki tekist (alla vega ennþá) að sannfæra kjósendur um ágæti þess sem kom út úr landsfundunum þeirra. Ný framboð (önnur en Björt framtíð) virðast í fljótu bragði eiga á brattann að sækja, en ég held að því sé um að kenna að þau hafi bara ekki nógu skýra stefnu (nú, eða bara ekki nógu góða).
 
Ef það er mikil hreyfing á fylginu og tómarúm á vinstrivængnum, þá er engu líkara en akurinn hafi verið plægður fyrir Alþýðufylkinguna. Ég sé ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn, og sannfærður um að við eigum góðan séns. Góði sénsinn felst í leynivopninu okkar: Einfaldri, skýrri og auðvitað góðri stefnuskrá, sem rær ekki á sömu mið og neinn annar: Félagsvæðing fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins, og hörð andstaða gegn Evrópusambandaðild, á vinstrisinnuðum forsendum.

mbl.is Framsókn bætir enn við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óska þér og nýstofnuðum flokki þínum góðs gengis, það er ljóst að hinar vinnandi stéttir eiga enga málssvara meðal Íslendsks stjórnmálafólks og þá er bara að standa fastir á sýnu fram í rauðan dauðann en ekki selja sál sína fyrir ráðherrastóla handa forystunni eins og Vg. Þeirra tími er liðinn. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 13:50

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Drengur af svona góðum íhaldsættum eins og þú, átt miklu meiri sjans í Sjálfsstæðisflokknum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.2.2013 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband