Hvað er þessi "félagsvæðing", sem allir eru að tala um?

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður, heldur framsögu um félagsvæðingu þriðjukvöldið 9. apríl kl. 20:00, í kosningamiðstöð Alþýðufylkingarinnar að Hverfisgötu 82:

Hvað er félagsvæðing? Út á hvað gengur hún? Af hverju er hún lykillinn að farsælli efnahagsstefnu fyrir Ísland? Hver græðir á henni og hver tapar á henni? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í framsögunni.

Einnig má benda fólki á að lesa eldra erindi: Félagsvæðing fjármálastarfseminnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vésteinn. Félagsvæðing er tómt mál að tala um, ef stjórnvöld í framtíðinni fara ekki eftir núgildandi stjórnarskrá og lögum.

Kakan fellur, ef ekki er farið eftir uppskriftinni.

Það dugar ekkert minna en virk samstaða allra Íslandsbúa, til að virkja lög, stjórnarskrá og dómskerfi á Íslandi. Þjóð sem ekki fer eftir lögum og stjórnarskrá, mun ekki fá brautargengi hinumegin við lækinn.

Það verða allir að byrja á að taka á eigin vanda, til að geta tekið þátt í siðmenntuðu samfélagi fyrir utan sitt heimaríki. 

Þegar einhverjir framagjarnir svikarar í pólitíkinni ganga vísvitandi á svig við lög, stjórnarskrá og siðferði, þá fáum við einungis viðbótar-vandamál og annað bankarán. Og allir tapa á þannig vinnubrögðum, nema lögbrots-seðlabanki Evrópu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2013 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband