Evran er mjög árangursrík -- án djóks

Bandaríski rannsóknarblaðamaðurinn Greg Palast skrifaði grein síðasta sumar, sem mér fannst svo góð að ég þýddi hana og birti á vefritinu Egginni. Í vikunni birtist hún líka á síðu Alþýðufylkingarinnar undir yfirskriftinni Evran er mjög árangursrík -- gegn vinnandi fólki -- lesið hana, hún skýrir vel árangurinn sem evrunni er ætlað að hafa, og sem hún hefur.

Í því samhengi má svo geta þess að Alþýðufylkingin er fortakslaus andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar, samanber eina af stofnályktunum okkar:

Ályktun framhaldstofnfundar Alþýðufylkingarinnar 16.2. 2013 um ESB

Þegar ríkisstjórnin sótti um aðild Íslands að Evrópusambandinu var látið að því liggja að það væri sakleysisleg athugun á því hvað væri í boði í samningaviðræðum. En síðan hefur milljörðum verið eytt í aðlögun að Evrópusambandsaðildinni og mútur í formi styrkja til að afla málinu fylgis. Hvergi er hins vegar talað um að aðild að sambandinu muni kosta tugi milljarða í aðildargjald.

Svo virðist sem beðið sé eftir hentugu tækifæri til að afgreiða málið þegar þjóðin hefur fengið upp í kok af áróðri og þá verði notað sem rök að svo miklu hafi verið eytt í aðildarundirbúninginn að ekki megi láta það fara til spillis. Einnig talar Samfylkingin um aðild að ESB eins og um sé að ræða lausn á gjaldmiðilsvanda.

Aðild að Evrópusambandinu snýst hins vegar hvorki um gjaldmiðil eða möguleika á styrkjum. Þegar allt kemur til alls snýst hún um sjálfstæði þjóðarinnar og möguleika hennar á að taka lýðræðislegar ákvarðanir um framtíð sína. Kjarninn í regluverki ESB snýst um frjálshyggju og markaðsvæðingu. Allt skal keypt og selt á markaði sem mögulegt er. Þannig vilja auðmenn ESB komast yfir samfélagsleg gæði á Íslandi, auðlindir, vinnuafl og fyrirtæki, eins og í Grikklandi og öðrum ríkjum ESB. Það mun auka enn á ójöfnuð og torvelda okkur sem þjóð að breyta því og vinda ofan af markaðsvæðingunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Flott grein hjá þér.

Fyrsti maí, baráttudagur verkalýðsins er framundan. Það þarf að koma þessu á framfæri við alþýðu þessa lands. Verkalýðsforystan veður villu síns vegar eftir allar boðsferðirnar til Brussel !

Gunnlaugur I., 19.4.2013 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband