"meðal annars gegn innflytjendum"

Svíþjóðardemókratar eru meðal örgustu rasistaflokkar í Norður-Evrópu. Þeir hafa átt erfitt með að hrista af sér tengsl við nasista -- enda eru þau svo náin að það er naumast hægt að taka ekki eftir þeim. Og þá er ég ekki að tala um nasista sem kunna að borða með hnífapörum, heldur óþvegna heilhitler-nasista sem ráðast á fólk. Að segja að þeir séu "meðal annars" á móti innflytjendum er vægt til orða tekið. Andúð á innflytjendum er hornsteinn í stefnu þessa ógeðfellda flokks.
mbl.is „Evrópa tilheyrir okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú býrð í Danmörku. Lestu þetta.

http://thoralf.bloggplatsen.se/

Kv.

v.johannsson (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 17:14

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hvað með þetta? Mér er vel ljóst að glæpatíðni er hærri meðal innflytjenda í Danmörku heldur en innfæddra Dana. Það er ekki vegna þess að þeir séu með einhver glæpagen, hvað þá vegna trúarskoðana þeirra. Það er vegna þess að þeir eru fátækir og á jaðri samfélags sem vanrækir þá og er sama um þá. Eins og blökkumenn í Bandaríkjunum eða kaþólikkar á Norðurírlandi eða sígaunar í Ungverjalandi eða dalítar á Indlandi.

Það er annað vandamál, hins vegar, sem er raunverulegt. Það heitir "social dumping", hefur verið þýtt sem félagsleg undirboð á íslensku: Fólk sótt frá fátækum löndum til að vinna á lægri launum en stéttarfélögin leyfa. Það er ekki við fátækt fólk að sakast þótt það grípi tækifæri sem það heldur að því bjóðist, það er sök auðvaldsins (hreinræktaðs, norræns aríaauðvalds) að vilja þannig pressa launin niður (hjá öllum) til að geta grætt ennþá meira. Og sök verkalýðsforystunnar, að hafa ekki stöðvað það með illu eða góðu. Það er vandamál.

Hitt, að gera innflytjendurna sjálfa að blórabögglum, segja að þeir komi bara til að taka vinnuna okkar, flytja inn í húsin okkar og serða konurnar okkar og að réttast væri að blablabla -- það er eldgamalt trikk sem heitir "deilið og drottnið": Vinnandi fólk er ósátt við stöðuna á vinnumarkaðnum. Með rasisma að vopni gerir auðvaldið innflytjendur að skotspónum og beinir þannig reiðinni (sem annars á réttláta rót) frá sjálfu sér og að saklausu fólki. Í leiðinni girðir það fyrir samstöðuna sem þarf til að leysa málið.

Þetta er gildra, hr. v.johannsson, þú gekkst í hana, og á meðan þú rakkar niður saklaust fólk á internetinu, hlær auðvaldið á meðan það millifærir arð dagsins til Tortólu.

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 21:22

3 identicon

Þetta er rangt hjá þér. Það er ekki af fátækt sem þetta fólk stundar glæpi. Fjöldanauðgun múslima á vestrænum konum er ekki af fátækt. Að senda bidrögin til heimalandsinns er ekki fátækt.

Bjó sjálfur í úthverfi í stórborg í Svíþjóð frá 1990 til ´93. Við urðum að flýja aðstæður.

Á þeim tíma komu Kosovo-Albanir inn í landið sem flóttamenn og var þessu fólki meðal annars komið fyrir í blokkinn sem við bjuggum í. Í stutu máli: Þetta er almesta skíta pakk sem fyrir fynnst á jarðríki. Stloð, rupplað og rænt sama daginn og flutt var inn. Sígaunar eru hátíð á við þennan múslimska lýð. Þetta hverfi er eitt illræmdasta múslima glæpahverfi í Svíþjóð í dag, þar sem innbyrðis deilur loga alla daga hjá þessum lýð, manndráp og líkamsmeiðingar. Þetta er ekki fátækt heldur með ólikindum illa gert fólk. Vésteinn, og þú veist kannski að þetta fólk fær fría tannlækna-og aðra læknishjálp en svíinn sem borgar skattana verður að borg fullt verð. Það er rétt, að þetta er stjórnvöldum að kenna, með endalausa vænisýki og vorkun, en það átti aldrei að taka á móti þessum lýð. Tek fram að þetta er ekki í Malmo. Ég get skrifað bók um upplifun með innflytjendum af öllum gerðum og múslimar eru í sér klassa.

v.johannsson (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 21:58

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Auðvaldið hlær að þér, v.jhohannsson. "Allt samkvæmt áætlun" segir það við sjálft sig þegar það sér þig og þína líka.

Vésteinn Valgarðsson, 28.5.2014 kl. 22:11

5 identicon

Þú ert of pólitískur, þú sér ekki raunveruleikann, hópnauðganir, neitun að samlagast nýjum siðum, "við yfirtökum sverige," er slagorð, "svenska hora, jag knullar din mamma" . Þetta er ekki fátækt, þetta er siðleysi og ekkert annað. háreisti og óhlýðni í skólum, hótanir við kennara og líkamsárásir. Að læra er ekki á dagskrá.Skiptir engu máli hversu mörgum milljörðum er sóað í þessi hverfi til að byggja upp félagsaðstöð, allskonar petagoggar, íþrótta kennarar, dialog-löggur, sem bjóða upp á korf og reyna að róa lýðinn, en allt kemur fyrir ekki. Kveikt í skólum í hverri viku og bílbrender alla daga. Afneitunin hjá þér

byggist á því, að allar þessar ákvarðanir eru teknar af

póltikusum á þinni línu og skapa bara meir vasndamál.

Öll innflytjendapólutík í Svíþjóð síðustu 20 árin er fullkomið katastrof og glataðar milljarðir, sem sent hefur verið til MENA- landana.

Þegar eldri borgari frá Sómalíu kemur til Svíþjóðar, þá fær hann 1500 Skr. meira í nettolífeyri,um leið og hann hefur skráð sig, en svíi sem hefur unnið alla sína ævi og byggt upp samfélagið. Svíin getur ekki kært athæfið, af því hann er í meirhlutahóp, en ef hann hefði verið sígauni, þá hefði hann fengið háar bætur, því hann er þá minnihlutahópur og Diskremineraður.

Ástæðan er ótrúleg.Stjórnarflokkarnir með stuðning MP fávitaflokksinns,vilja ÖGRA litla andstæðingaflokknum, SD sem vill draga úr innflutningi á m.a. fólki frá Sómalíu.

Það er talið að það séu 40.000 sómaliumenn í Svíþjóð, sem komið hafa inn á nokkrum árum. 96% af þeim eru atvinnulausir og hafa engann áhuga á að fara að vinna.

Þegar börnin eru orði 5, þá þarf ég ekki að vinna meir. Þetta er hugsunarhátturinn. Þetta fólk er engin dömping ógn á vinnumarkaðnum. Og nú eru þeir komnir til Ísland.

Það eru hellingur af netsíðum sem ekki eru á opinberum styrkjum og geta sagt sannleikan um innflutning-geðveikina án þess að óttast að missa sponsurnar. Það er lýðræðið.

Því miður er öll Sænska innflytjenda-pólittikin svona

Sá töluna um kosnað af innvandringin pr. ar:110 milljarðir Skr.

v.johannsson (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 23:11

6 identicon

Sæll, Vésteinn, Mig langar að senda þér bloggsíðu frá Svíþjóð frá duglegri finnlands ættaðri konu, sem hefur hrært illilega í ríkisstjórnunum í Svíþjóð.

Hún er bæði fjölmenningar-og innflytjenda venlig og hefur unnið hjá innflytjendastofnun í Svíþjóð. Afskaplega málefnaleg og góður penni.

http://meritwager.wordpress.com/

Þarna er hægt að lesa um vinnubrögð hins opinberu í innflytjendamálum og orsakavaldinn fyrir vandamálunum sem fylgja þeim. Það er fyrst og fremst svokallaður PK-hugsunarháttur sem "flóttamenn" nýta til hins ítrasta til að fá fram sínum vilja.

Mjög áhugaver bloggsíða að lesa öðru hvoru.

Kv.

v.johannsson (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 07:27

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Fólk "á minni línu" hefur ekki ákveðið eitt eða neitt um innflytjendamál í Svíþjóð vegna þess að þar hafa í besta falli verið kratar við stjórn og ég er ekki krati.

Það neitar því enginn að félagsleg vandamál séu mikil meðal innflytjenda. Það er ekki vegna þess að þeir séu fæddir vondir eða með einhver glæpagen eins og þú virðist halda. Það má byrja á byrjuninni: Hvaðan heldurðu að Sómali komi? Frá landi sem hefur verið rifið í sundur fyrst af nýlendustefnunni, svo af fasisma Mussolinis, svo af borgarastyrjöld og stjórnleysi. Sá sem kemur úr þeim aðstæðum þarf annað og meira en bara íbúð og mánaðarlega ávísun.

Tökum næst andúð innfæddra: Þegar þú kemur í land þar sem þú mætir rasisma, heldurðu að þig langi til að aðlagast samfélagi sem hafnar þér? Það eru viðhorf eins og hjá sjálfum þér sem auka á vandamálin.

Í þriðja lagi, menningin. Þegar innflytjendur finna sér ekki stað í menningu nýja landsins, þá beina þeir í staðinn athyglinni ennþá sterkar að sinni eigin menningu. Áherslan á hana verður jafnvel meiri en í upprunalandinu. Og spegilmyndin af því er meðal innfæddra þjóðernissinna, sem verða allt í einu rosa uppteknir af öllu sem heitir norrænt eða þannig.

Þessi vandamál eru verkefni sem er hægt að leysa. Þín nálgun, að dæma bara alla siðleysingja og illmenni, leysir ekki málið heldur gerir það verra. Á meðan þú rígheldur í þessar rasísku skoðanir, hr. v.johannsson, ert þú hluti af vandamálinu, ekki lausninni. Óvinur saklauss fólks og nytsamt verkfæri auðvaldsins.

Vésteinn Valgarðsson, 29.5.2014 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband