Fáfróði maður

Meinleysisleg hugmynd Ásmundar um að taka múslima fyrir og mismuna þeim afhjúpar tregan skilning á mannréttindum og fleiri gildum sem við þykjumst byggja lýðræðisþjóðfélag á.

Annars staðar segir hann það eigi að krefja innflytjendur um viðurkenningu á þeim gildum sem íslenskt samfélag er reist á. Gott og vel -- en það ætti þá að gera sömu kröfu til Ásmundar sjálfs.

Frasarnir um að það þurfi að „taka þessa umræðu“ og að hann sé sko „ekki neinn rasisti“ eru á sínum stað.

Fólk misskilur rasisma ef orðið vekur hugrenningartengsl um hatursfulla fanta með kvalalosta. Flestir rasistar eru hvorki snoðkollar né fullir af hatri eða illmennsku. Þeir eru hins vegar oft fullir af ótta -- og tómir af viti. Þeir óttast það sem þeir skilja ekki. Venjulegt, óupplýst fólk.

Ásmundur spyr „hvort við þurfum ekki að hugsa málið og vanda okkur til framtíðar“ -- spurningin svarar sér sjálf, auðvitað á að gera það. Og hvað á þá að passa? Það væri góð byrjun að íslenska ríkið mismunaði ekki innflytjendum og ýtti þeim þannig út á jaðar samfélagsins. Og að sjálfsögðu þarf íslenskt samfélag að breytast í takt við breytta samsetningu þess, eins og það hefur alltaf gert. En ekki hvað?

En hvað er það sem hann óttast um? „Það eru þessi algildu gildi um samfélag og að það sé byggt á kristinni trú. Ég hef áhyggjur af því að mikill minnihluti þjóðarinnar vilji úthýsa kristinni trú úr grunnskólum.“ -- Það var nefnilega það. Voru það ekki skuggalegu útlendingarnir sem ógna siðnum í landinu! Á Þorláksmessu birtist grein eftir mig á Vísi, þar sem ég reyndi m.a. að þurrka aðeins upp eftir Ásmund. Þótt mér finnist leiðinlegt að þurfa að endurtaka sjálfan mig, verður bara að hafa það: 

Það má fyrirgefa karlinum fyrir að halda að hann sé í meirihluta, en það setur að manni stugg yfir hvernig honum finnst eðlilegt að fara með minnihlutahópa: þeir megi náðarsamlegast vera til, bara ef þeir læðast með veggjum og sætta sig við að vera annars flokks. Þetta er trúfrelsi Ásmundar, að meirihlutinn kúgi minnihlutan.

Þar stóð reyndar líka:

Þeir alíslensku Íslendingar ... sem standa utan kristinna trúfélaga eru miklu fleiri en innflytjendur sem standa utan kristinna trúfélaga. Það erum við, sem höfum flykkst út úr kirkjunni af sívaxandi þunga undanfarna áratugi. Það erum við, sem erum þyngsta lóðið í baráttunni fyrir trúfrelsi. Það erum við, þjóðin.

Ég leyfi þessu bara að standa og skýra sig sjálft.


mbl.is Má ekki drepa sendiboðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já, blessaður leyfðu þessu að standa. Þetta er "ómissandi" þáttur í umræðunni.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.1.2015 kl. 01:35

2 identicon

Vésteinn-það er enginn að tala um trúfrelsi hér. Það er verið að diskutera óeðlilega hegðun vissra einstaklinga sem tilheyra vissum trúarhóp og hvort þessir karakterar séu líka til á Íslandi og þá jafnvel ógn gegn samfélaginu með tíð og tíma.

En eigum við nokkuð að hafa áhyggjur af þessu.? Hryðjuverk gerist bara í útlöndum.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 08:24

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ásmundur stingur upp á að mismuna einum trúarhópi sem trúarhópi. Það brýtur í bága við trúfrelsi.

Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2015 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband