Ég er ekki Charlie

Múhameðsteikningar á borð við þær sem Charlie Hebdo birtir, snúast ekki um að verja tjáningarfrelsið, heldur að misnota það til þess að leggja þjóðfélagshópa i einelti, sem eiga undir högg að sækja fyrir. Ég tek ekki upp hanskann fyrir slíka framkomu. Guðlast og svíðandi gagnrýni eiga við þegar er verið að ráðast á valdið eða á forréttindahópa. Það er nauðsynlegt að sparka upp fyrir sig, en það er ljótt að sparka niður fyrir sig.

Þeir sem taka þátt í að storka múslimum eða hæðast að þeim, þeir espa upp ástandið. Þeir þjóna í praxis sama málstað og hryðjuverkamennirnir, að æsa til óaldar þar sem alþýðan sundrast og auðvaldið getur auðveldlega ráðskast með hana.

Það þarf að bera klæði á vopnin. Sýna múslimum að þeir séu velkomnir í samfélög okkar hinna, að þeir séu jafningjar og eigi ekki að óttast neitt. Og útlendingahöturunum, sem óttast það sem þeir skilja ekki, þarf að mæta með festu og kveða þá í kútinn.


mbl.is Þurfa stundum að hneyksla eða móðga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti eiginlega að mæla með þessu bloggi fyrir fólk að kynna sér undarlega samsuðu og samstöðu kommúnisma og islamisma, alla vega á annan veginn. 

   Réttlæting ofbeldis og hliðrun ábyrgðar eru þarna hinir rauðu þræðir.

Milljónir manna hafa lemstrast og látið lífið fyrir svona þvælu!

Reynsurökin segja að þeir sem iðka það að sparka upp fyrir sig eru enn gjarnari á það að sparka niður fyrir sig.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.1.2015 kl. 23:59

2 identicon

Islamophobia and free speech

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 00:58

3 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 01:02

4 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 01:04

5 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 01:05

6 identicon

Kommúnismi, fasismi/nasismi,islamistar,zionismi. Þessar öfgastefnur náðu allar flugi í upphafi 20 aldar. Þú ert hér að gagnrýna zionisman, Þorsteinn og ekkert nema gott um það að segja. Gagnrýnin á hann getur þó ekki orðið réttlæting hinna öfganna.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 08:30

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Bjarni Gunnlaugur, þvælan er þín megin. "Samsuða og samstaða kommúnisma og íslamisma" er ímyndun hægrimanna og áróðurshænsna, annað ekki. Þú þarft ekki að leita lengi á blogginu mínu til að finna megna andúð á íslamisma.

Sjáðu til: Það er rangt að kynda undir útlendingahatri og þá er sama hvort það er hreinræktaður aríi eða annarrar kynslóðar innflytjandi eða einhver annar sem gerir það. Það er jafnrangt.

Var einhver að "réttlæta ofbeldi" hérna? Er ég að "hliðra ábyrgð" þegar ég segi að (a) Charlie Hebdo standi fyrir vondan málstað og (b) við eigum ekki að láta hatursöfl etja okkur til óhæfuverka gegn saklausu fólki? Ef þér finnst það, Bjarni, þá ert þú í flórnum og ættir að leggjast í rækilega sjálfsskoðun

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 11:16

8 identicon

"Þeir sem taka þátt í að storka múslimum eða hæðast að þeim, þeir espa upp ástandið. Þeir þjóna í praxis sama málstað og hryðjuverkamennirnir, að æsa til óaldar þar sem alþýðan sundrast og auðvaldið getur auðveldlega ráðskast með hana."

Þarna ertu að hliðra ábyrgð. Múslimi sem brennir kirkju af því að hann er svo "móðgaður" yfir því að eitthvert blað birtir teiknimynd sem einhverjir vilja meina að sé af Múhameð, sá múslimi er sekur um að brenna kirkjuna enginn annar. ´Ábyrgðin er hans.Óöldin er hans. Á sama hátt er múslimi sem drepur teiknarann að gera það á sína ábyrgð, ekki teiknarans. Vesturlönd eiga engan annan kost en að birta sem víðast og sem mest slíkar myndir í kjölfar slíkra hryðjuverka,það er ekki valkostur hitt að gefa eftir og láta islamistana ráða  . Ef gefið er eftir þá magnast vandinn.    

Japansstjórn stendur frammi fyrir svipuðu vandamáli nú, að gefa eftir og greiða lausnargjald til islamista og styrkja þar með þeirra ógnareðli eða neita og skilja ábyrgð á morðum gísla eftir hjá þeim sem hana bera, þ.e. íslamistunum sjálfum. Þá þarf síðan að láta standa reikningsskil gerða sinna.

Þetta er hinn mannfjandsamlegi vandi íslamistans.

Á sama hátt er hinn mannfjandsamlegi vandi kommúnismans sá að gefa sér í fyrsta lagi að einhverjir í æðri stéttum sé að kúga lágstéttirnar og í framhaldi af því gefi það honum rétt til að beita í raun hvaða ofbeldi sem er gagn vart þessari æðri stétt og merkilegt nokk ekki síður og stundum miklu fremur að beita þá ofbeldi sem lægst standa. Allt í nafni nýrrar heimsmyndar sem kommúnistinn ætlar að koma á og telur betri en allt annað. 

    Þetta eiga öfgaöfl islams,kommúnismi og fasismi öll sameiginlegt, þ.e. að réttlæta miklar fórnir mannslífa til að ná endanlegu markmiði sem þeir skilgreina hver á sinn hátt og telja  hið eina rétta. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 13:39

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Bjarni, dónaskapur og andlegt ofbeldi eru ljótur málstaður. Finnst þér það réttlæta fjöldamorð? Mér finnst það ekki og hef heldur ekki sagt það.

Ef "Vesturlönd" svara með meira andlegu ofbeldi, vitandi vel hvað gerist þá, þá magnast vandinn. Svona blöð eiga að hætta að birta svona myndir, ekki vegna þess að það sé bannað með lögum eða vegna þess að þau séu hrædd við hefndir, heldur vegna þess að það er ljótt að ráðast á minni máttar. Það ert þú sem lætur íslamistana ráða yfir þér, óbeint, því þú hvetur til einmitt þess sem þeir vilja: Þú hvetur til að skerpa átakalínurnar, hella meiri drullu yfir hausinn á múslimum og að við góða fólkið berjum okkur á brjóst á meðan, yfir því að við ein séum réttlát.

Bull þitt um kommúnisma er úti á túni. Verkalýðurinn er nefnilega kúgaður af auðvaldinu í alvörunni, og hluti af þeirri kúgun er lygin, sem þú hefur greinilega fengið þinn skerf af.

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband