Aldrei kaus ég Framsókn

Í vor tók Framsóknarflokkurinn skref, sem aldrei skyldu tekin hafa verið, út á völl þjóðernispopúlisma, þar sem fyrir eru flokkar eins og Dansk folkeparti og fleiri slíkir. Fyrst var hægt að segja að þetta væri einangrað tilfelli og bæri ekki vitni um stefnubreytingu flokksins sjálfs. En þegar annars vegar forysta flokksins vill ekki bera til baka glannalegar yfirlýsingar sem höfða til lægri hvata almennings, og hins vegar flokkurinn heldur áfram á sömu braut - eins og með því að setja Gústaf Níelsson þarna sem fulltrúa sinn. Það má kannski segja að hæfi kjafti skel, að Gústaf sé verðugur fulltrúi þess flokks sem Framsókn virðist ætla að verða. Þjóðerniskristið últraíhald.

Það er á dögum sem þessum sem ég er stoltur af að geta sagt: Ég hef aldrei kosið Framsóknarflokkinn.

Þjóðernispopúlismi er eitur sem er auðvelt að ánetjast, en erfitt að leggja bikarinn frá sér þótt innihaldið sé görótt. Framsóknarflokkurinn er núna á húrrandi ferð út úr "stofuhreinni" pólitík. Það kæmi mér á óvart ef það yrði aftur snúið. Flokkurinn er örugglega kominn of langt frá uppruna sínum, of margt ærlegt fólk búið að snúa baki við honum.

Bless, gamla Framsókn, mér bauð alltaf við þér og þinni inngrónu tækifærisstefnu, en þú stóðst alla vega ekki fyrir útlendingaandúð eða mannréttindaandúð.


mbl.is „Hið afbrigðilega og ófrjóa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það brjálæðislega fyndna við þetta allt er að þessi maður Brynjar er í sjálfstæðisflokknum en ekki framsókn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2015 kl. 11:16

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Brynjar er bróðir hans. Hann og Gústaf, já báðir í Sjálfstæðis.

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 11:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég meinti Gústaf, svo þeir eru bræður, jæja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2015 kl. 11:23

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeir sem á hátíðisdögum kalla sig ,,lengst til vinstri" o.s.frv., - þar á meðal eru menn sem eru samt mjög veikir fyrir þjóðrembingi.

Þetta er í raun vandamál Íslands.  Hve víða kjósendur eru veikir fyrir þjóðrembingsspilinu lengst til hægri - en þetta vandamál er líka lengst til vinstri.

Jafnaðarmenn eru eiginlega eir einu sem hafa hreinan skjöld í þessu máli sem og öðrum.  

Bíðum við!  Hvað skeður?  Jú, umtalsverður hluti innbyggja telur að Jafnaðarprinsipp séu Satan sjálfur pólitískt séð!!

Alveg merkilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2015 kl. 11:42

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ómar, þetta gamla blaður um þjóðrembing vinstrimanna hefur oft heyrst en aldrei hef ég séð rök eða dæmi sem styðja það. Þvert á móti þekki ég mörg rök, mörg dæmi og loks af eigin reynslu að þessu er þveröfugt farið. Vörn vinstrimann fyrir fullveldi landsins er ekki af einhverjum þjóðernisrómantískum ástæðum, heldur vegna þess að fullveldi er skilyrðið fyrir því að hafa lýðræði í landinu. Og það er líka skilyrðið fyrir því að koma á sósíalisma.

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 12:07

6 identicon

Sæll Vésteinn - sem og aðrir gestir þínir !

Vésteinn !

Vinur minn - Gústaf Adolf Níelsson: gamalgróinn vinur minn, frá þáttarstjórnarárum sínum á Útvarpi Sögu forðum (2005/6), er einfaldlega enn þeirra örfáu - sem ÞORIR að standa á sinni meiningu / þó taka vilji ég fram, að ég er honum ósammála um afstöðuna til samkynhneigðra: algjörlega.

Múhameðstrúar liðið - er / og hefir verið:: Heimsyfirráðastefnu gerpi, líkt Kommúnistunum vinum þínum Vésteinn minn - svo og Nazistunum.

Það er einfaldlega - ómótmælanlegt.

Vésteinn !

Núna - í vikubyrjun: lokuðu Hádegis móa menn á síðu mína / hér á vefnum, líkast til hafa einhverjar bleyður klagað til þeirra, vegna hreinskilni minnar, síðuhafi góður.

Það skyldi þó ekki - hafa gert ústslagið / síðasta umfjöllun mín: um mismuninn á eiginleikum Rútil pinnasuðu vírsins - eða þá: hins Basízka, Vésteinn minn ?

Ísland er orðið - LÖNGU ÓBYGGILEGT: öllu venjulegu fólki, gott fólk, sökum ómerkilegheita, og almennra leiðinda.

Með beztu kveðjum samt - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 12:15

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Heh, ég hef dvalið langdvölum á Jótlandi, Óskar, og nú styttist í að ég flytji heim. Ég get ekki sagt að fréttir frá Íslandi hafi aukið á tilhlökkun mína!

Gústaf þorir að segja skoðanir sínar, hann má eiga það, það sem svo margir hafa á móti honum eru einmitt þessar skoðanir.

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 12:25

8 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Vésteinn !

Í fyllstu einlægni.

EKKI - ekki flytja hingað úteftir (til Íslands) / viljir þú komast hjá því að koðna niður í leiðindum og hryllingi, ég er einfaldlega - að ráða þér heilt.

Flyttu fremur - til Færeyja eða Grænlands / já:: eða Orkneyja - eða annað.

Ísland er - FULLKOMINN viðbjóður til lengri, sem skemmri dvalar.

1/2 árið óbyggilegt: sökum andstyggilegrar veðráttu.

Heila árið - sökum ÓNÝTS stjórnarfars / og hins linnulausa arðráns stjórnmála gerpanna, úr vösum vinnandi fólks, Vésteinn minn.

Tek fram - að þrátt fyrir hugmyndafræðilegan ágreining okkar á hinum ýmsu sviðum Vésteinn, er ég að ráða þér heilt eitt, af FYLLSTU ALVÖRU, ágæti drengur.

Ekki síðri kveðjur - hinum og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 12:35

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég trúi þér alveg, Óskar - en Ísland hefur það samt framyfir Danmörku, að á Íslandi er ég ekki útlendingur. Og amma mín býr þar, og kranavatnið er betra.

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 12:58

10 identicon

Sæl - sem fyrr !

Vésteinn !

Ígrundaðu: samt.

Kæmi mér ekki á óvart - að amma þín fengist til aðsetursskipta, þar sem hún gæti við unað gamla konan, sem og þú.

Með beztu kveðjum - á ný / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 13:01

11 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Amma mín er 96 ára og ég held ekki að fengist til aðsetursskipta. Og þá mjög tæplega til Grænlands.

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 14:27

12 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Vésteinn !

Nei - tæplega: með tilliti til þess háa aldurs, hennar.

En: megi ykkur báðum vel farnast í framtíðinni / þér og gömlu konunni, Vésteinn minn.

Með sömu kveðjum - sem síðustu /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 14:33

13 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það vantaði þarna fornafnið "hún" í fyrra innlegg: "að hún fengist" átti að standa. En takk fyrir það, Óskar.

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2015 kl. 14:47

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú er komið í ljós að bæði fólk úr Samfylkingunni og Bjartri Framtíð kusu með Gústaf og svo Sjálfstæsðismenn, og hinir SÁTU HJÁ.  Og svo er hneykslast út og suður, það er með ólíkindum þessi afgreiðsla á allann hátt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2015 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband