Tækifærissinnarnir hrökkva til baka

Þetta er allt hið vandræðalegasta fyrir Framsóknarflokkinn. Fóru borgarstjórnarplebbarnir þarna yfir strikið? Héldu þær kannski að þær væru búnar að plægja jarðveginn nóg fyrir Gústaf?

Gefum þessu nokkur ár. Ef það er enginn eftir með nægan manndóm í sér til þess að taka í neyðarhemlana á Framsóknarflokknum, þá kemur að því að flokkurinn verður tilbúin fyrir mann eins og Gústaf.

Jæja, leyfum þeim samt að njóta sannmælis: Gott hjá þeim að hætta við skipun Gústafs, úr því sem komið var, og betra að viðurkenna að maður hafi gert rangt heldur en að afneita því og þrjóskast við, eins og íslenskum stjórnmálamönnum er tamara.

Þetta eru auðvitað viðbrögðin sem frambjóðendurnir og flokkurinn í heild hefðu átt að sýna strax í fyrravor, þegar útlendingaandúðin birtist, í formi íslamófóbíu.


mbl.is „Mistök“ og skipun dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband