Þá eru það rauðrófurnar

Það er vægast sagt hvað rauðrófur eiga að gera fyrir heilsuna skv. þessari frétt. "Vörn gegn krabbameini"? "Afeitrun"? Má yfirhöfuð halda svona fram? Og veit konan ekki að sykur er unninn úr sykurrófu?

Um daginn fóru allir að troða í sig sítrónum og þær seldust upp í landinu. Næst önnuðu ostaframleiðendur ekki skyndilegri eftirspurn. Nú verða það væntanlega rauðrófurnar.

Sonur minn sagði mér um daginn að ef maður æti of mikið af sítrónum, þá fengi maður súrlífi. Vonandi fá menn ekki rauðlífi af öllu þessu rauðrófuáti.


mbl.is 6 ástæður til að hakka í sig rauðrófur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband