22.1.2015 | 09:36
Múslimarnir enn að verki: ber brjóst og IKEA-kjötbollur
Ég sá um daginn að fólk var að tala um að Sun ætlaði að hætta að hafa berbrjósta stelpur til þess að styggja ekki múslima. Og fólk reiddist: Ætla þessir %&$$#% múslimar nú líka að hafa af okkur réttinn til að skoða nektarmyndir!? Hvað þykjast þeir vera!? Lætur Sun kúga sig!?
Þetta fólk getur núna andað léttar, Sun ætlar greinilega ekki að láta svipta sig tjáningarfrelsinu og er ekki gengið í lið með hryðjuverkamönnunum.
En hér í Danmörku var frétt snemma síðata vor, þess efnis að IKEA ætlaði að hætta að hafa svínakjöt í kjötbollunum sínum, til þess að múslimar gætu borðað þær eins og aðrir.
Samstarfskona mín hér í Danmörku barði þá í borðið: Nei, hingað og ekki lengra! Þeir geta borðað skrítinn mat heima hjá sér, þeir geta klætt sjálfa sig öðruvísi en hún gerir, en kjötbollurar í IKEA snerta þeir ekki!
Fréttinni fylgdu tilvitnanir í einhverja vegfarendur, sem sumum fannst þetta sjálfsagt, sumum var sama og sumum fannst of langt gengið í dekri við þetta fólk.
Fjölmiðlum tókst reyndar ekki að hafa upp á múslima sem hafði sterka skoðun á málinu. Þeir voru ýmist hissa, fannst þetta ástæðulaust eða var bara sama.
Daginn eftir báru fréttir svo að IKEA væri hætt við þessa breytingu. Hjúkk, þeir eru þá ekki gengnir í lið með hryðjuverkamönnunum heldur.
Var þetta bara auglýsingabrella, eða hvað?
Sun heldur í beru brjóstin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er meir en nóg til af sel (þessi sem lifir í sjónum)
en það er bannað að versla með selaafurðir á EES svæðinu !
Einungis vegna þess að sumum öfgamanneskjum finnast selsaugun svo falleg
Bara dæmi um hvernig skoðanir minnihluta geta kúgað alla aðra
Grímur (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 19:16
Sænsk yfirvöld hafa bannað sænska fánann í öllum grunnskólum landsins til að styggja ekki múslímanna. Meðvirkni Svía er átakanleg, í seinna stríði sleiktu þeir upp nazistana og núna múslímana.
- Pétur d.
Aztec, 22.1.2015 kl. 20:41
Eða kannski var það bara í einum skóla (Söndrumskolan i Halmstad), en það er jafn vitlaust fyrir það.
Sami skóli hefur líka bannað nemendum að klæðast sænskum fótboltatreyjum, því að það gæti verið rasismi og að það gæti móðgað einhvern. Einhver myndi kalla þetta pólítíska rétthugsun, en ég kalla þetta heigulshátt.
Aztec, 22.1.2015 kl. 20:54
Já, eða var það kannski bara í einum bekk?
Einhver ein saga, frá tíu milljóna þjóðfélagi, er ekki til næsta bæjar.
Vésteinn Valgarðsson, 22.1.2015 kl. 23:03
Í Svíþjóð hefur áratugum saman verið þöggun í gangi í sambandi við öll vandamálin með múslímana, dagblöðin eru með sjálfsritskoðun í gangi og venjulegir Svíar komast ekki til orða án þess að fá rasistastimpil á sig.
Sama sagan er í Noregi. Ef maður les norsk dagblöð, þá eru þau full af fánýtu efni (t.d. umfjöllun á sápuóperunni "Farmen" þvert yfir forsíðuna dag eftir dag) þar eð ritstjórnirnar reyna að þagga niður vandamálin. Ekki bara með múslímana heldur þann stóra hóp betlara sem hefur verið hleypt inn í landið. Ekki er hægt að reka íraska hryðjuverkamanninn og mullahinn Krekar út úr Noregi, því að kom þangað sem "flóttamaður" og hefur enn stöðu sem flóttamaður, þótt hann hafi ferðast til Íraks á hverju ári. Hversu heimsk geta norsk yfirvöld orðið?
Hins vegar hefur í Danmörku allt verið uppi á borðinu, því að ritfrelsið þar er stjórnarskrárvarið, hvort sem stjórnmálamönnum líkar það betur eða ver.
Það versta sem yfirvöld í Vestur-Evrópu geta gert er að gengisfella eigin menningu, eigin þjóðfélagsgildi og eigin frjálslynda viðhorf til að þóknast háværum minnihluta múslíma, sem hefur ekki þróazt neitt síðan á 7. öld og sem á ekkert erindi til vestrænna ríkja.
- Pétur D.
Aztec, 23.1.2015 kl. 00:20
Þetta "múslimavandamál" sem þú talar um er blásið út. Það er ekkert vandamál að það búi múslimar á norðurlöndum. Þeir eru ekki einu sinni of margir. Vandamálið er að borgaralegir stjórnmálamenn tóku lengi vel ekki almennilega á móti þeim því þeir litu á þá sem farandverkamenn þótt þeir væru fluttir til landsins. Litu á þá sem fólk sem væri bara hægt að nota og henda svo burt aftur. Það var auðvitað ekki þannig. Þessi frægu gettó urðu til, og alvöru vandamálið snýst að mjög litlu leyti um trúarbrögðin sem innflytjendurnir aðhyllast. Alvöru vandamálin eru aðallega félagsleg og snúast um fátækt, skort á menntun, frumstæðar venjur og siði t.d. í hlutverkum kynjanna eða uppeldi barna, og þá má ekki gleyma öllum flóttamönnunum sem þjást af ómeðhöndlaðri eða vanmeðhöndlaðri áfallastreitu.
Þegar reynt er að hjálpa fólkinu til að lifa betra lífi - það er að segja, leysa vandamálin, a.m.k. að hluta til - þá rísa hins vegar rasistarnir upp, fordæma fjölmenningu og félagsfræði og vilja bara þjóðernishreinsanir og að einhver ímynduð "gamla góða" Danmörk sjötta áratugarins komi aftur. Rasistarnir eru hluti af vandamálinu, ekki hluti af lausninni.
Vésteinn Valgarðsson, 23.1.2015 kl. 08:59
Þú hefur augsýnilega aldrei búið í þeim löndum þar sem þessi vandamál eru eða að þú ert heilaþveginn og neitar að opna augun.
Til Danmerkur fluttust tugir þúsunda múslíma á níunda og tíunda áratugnum, sem flestir eru á opinberri framfærslu. Fyrsta kynslóðin þóttist vera flóttamenn sem fengu forréttindi skv. félagslögunum (socialloven) 1983, síðar kom familiesammenføring (innflutningur á fleiri múslímum vegna nauðungarhjónabanda gegn greiðslu), sem var stöðvuð eftir 2001 með 24ra ára reglunni. Þetta er ríkisstjórnunum á þessum tíma að kenna (1980 - 2001), sem létu stjórnast af De Radikale Venstre, sem er krabbamein í dönskum stjórnmálum.
Í Danmörku eru flestir múslímar á framfærslu beint eða óbeint og hafa aldrei haft áhuga á að aðlaga sig dönsku þjóðfélagi. Undantekningarnar eru flóttamenn frá Bosna i Herzegovina, sem ólíkt aröbunum og Sómalíubúunum voru alvöru pólítískir flóttamenn og hafa engin vandamál haft með aðlögun, enda aðhyllast þeir ekki sharia-lög.
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 11:42
Pétur, ég bý í Árósum í Danmörku. Hér er stórt gettó sem heitir Gellerup. Ég veit alveg hvað þú ert að tala um en ég skil það á annan hátt en þú.
Þú ert greinilega heilaþveginn sjálfur, það sést á orðunum sem þú notar: "þóttust vera" flóttamenn, "innflutningur", "nauðungarhjónabönd gegn greiðslu".
Veistu hvernig ástandið er í Sómalíu? Veistu hvernig er að vera Kúrdi og búa í Tyrklandi? Veistu hvernig er að vera Tamíli og búa á Sri Lanka? Heldurðu að fólk sé að flýja þaðan að gamni sínu?
Þú grautar líka saman innflytjendum og flóttamönnum. Þetta eru tveir aðskildir hópar, og það átt þú að vita.
24-ára reglan er mannréttindabrot. Það er líka mannréttindabrot að meina fjölskyldum að sameinast.
(Ég er að vísu sammála því að Radikale Venstre séu til mestu óþurftar, en af öðrum ástæðum.)
Vésteinn Valgarðsson, 23.1.2015 kl. 11:57
Ég þarf að bæta því við að múlla Krekar er auðvitað skaðræðisgripur og vont fyrir Noreg að sitja uppi með svona gaur, sem veður uppi með hótunum og fordómum og öðrum dólgshætti. En ef hann verður sviptur stöðu flóttamanns og framseldur til Íraks, þá bíður hans dauðadómur. Þótt einhverjum finnist það kannski bara gott á hann, þá er það mannréttindabrot.
Það er klípan sem Norðmenn eru í með múlla Krekar. Bannsett réttarríkið sem þeir búa við. Og bannsett mannréttindin.
Vésteinn Valgarðsson, 23.1.2015 kl. 12:00
Svo vil ég undirstrika enn einu sinni, líkt og margir aðrir hafa gert, að það er ekki rasismi að gagnrýna islam eða múslíma. Ekki frekar en að gagnrýni á kristni sé rasismi. Því að um er að ræða skipulögð trúarbrögð sem ekkert hafa að gera með kynþátt. Rasismi er klisja sem er ofnotuð af vinstraliðinu í flokkspólítískum tilgangi og þessi ofnotkun hefur því miður komið í veg fyrir baráttuna gegn raunverulegum rasisma.
Varðandi múslíma á Íslandi, gerirðu þér grein fyrir, að Salmann Tamimi er hlynntur sharia-lögum. Hann missti það út úr sér óvart í umræðuþætti. Ert þú líka hlynntur sharia-lögum, Vésteinn?
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 12:04
Þú segir sjálfur að Bosníumennirnir séu skárri. Þar með fellur íslams-kenningin um sjálfa sig. Það er þá eitthvað annað sem veldur. Þykir þér sennilegt að félagsleg vandamál megi skýra með því að svertingjar eða hamídar séu óæðri? Væri rasismi að halda því fram? Einhverjir mundu segja að það væri enginn rasismi, það væri bara "heilbrigð skynsemi".
Ég veit ekkert hvað Salmanni finnst um sharía, í hvaða samhengi hann segir þetta eða hvaða túlkun á sharía hann er að tala um. Og mér finnst það satt að segja ekkert sérstakelga interressant eða koma málinu við.
Og er ég hlynntur sharía? Hvað ertu eiginlega að tala um? Heldurðu að ég vilji að Norðurlönd verði hluti af kalífadæminu, bara vegna þess að ég tek ekki þátt í að drulla yfir fólk ættað frá austurlöndum?
Það er út af fyrir sig rétt að rasismi er ónákvæmt hugtak ef menn eru að gagnrýna múslima sem slíka, xenófóbía eða útlendingaandúð er betra orð, þótt hitt sé þjálla og meira notað.
Vésteinn Valgarðsson, 23.1.2015 kl. 12:49
Nei, ég er alls ekki haldinn xenofóbíu, næstum allir mínir vinir og kunningjar eru útlendingar. En það er islam sem er vandamálið, forheimskandi trúarbrögð sem er þröngvað upp á alla sem eru svo óheppnir að fæðast í múslímalöndum. Trúarbrögð þar sem misrétti gegn konum og börnum er lögfest og þar sem það liggur dauðarefsing við því að skipta um trú. Heillandi, eða hvað?
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.1.2015 kl. 20:27
Eins og þú sagðir sjálfur eru Bosníumennirnir öðruvísi. Það sýnir að íslam er ekki aðalvandamálið í sjálfu sér þótt það sé forheimskandi trúarbragð. Misrétti er líka innbyggt í önnur forheimskandi trúarbrögð, meðal annars kristni, hindúisma, búddisma, gyðingdóm o.s.frv. Vandamálið er félagslegt og trúin er bara umbúðir utan um það. Þess vegna sérðu hópnauðgunarmorðingja í Indlandi og í Mexíkó, fjöldamorðingja Rwanda og Úganda, antizíganisma í Rúmeníu og Ungverjalandi, og svo framvegis og svo framvegis. Ef þú einblínir bara á múslimana, þá sérðu auðvitað bara þá. Taktu skyklapperne af hausnum.
Vésteinn Valgarðsson, 23.1.2015 kl. 21:06
Fyrir mörgum árum kynntist ég nokkrum hressum strákum í Marrakesh. Einn þeirra hafði flutt til Svíþjóðar, enda var atvinnuástandið ekki beysið í Marokkó á þeim tíma, og hefur reyndar ekki lagast síðan því miður. Í Svíþjóð fékk pilturinn vissulega húsnæði, vinnu og aðgang að velferðarkerfinu. Hann entist í ár. Honum leiddist svo í Svíþjóð að hann fór heim til Marrakesh aftur og flutti inn á mömmu og pabba. Skömmu eftir þetta flutti ég sjálfur til Svíþjóðar. Ég entist líka í ár.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.1.2015 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.