Bjóðið þá betur!

Það er engum blöðum um það að fletta, að verkfall SFR hefur víðtæk áhrif í þjóðfélaginu, enda til þess gert. Það er heldur engum blöðum um það að fletta að verkfall er örþrifaráð, sem enginn grípur til að gamni sínu.

Ástæðan fyrir því að SFR stefnir nú að verkfalli, ef ekki nást samningar fljótlega, er að ríkið býður SFR-félögum (ásamt SLFÍ og LL) smánartilboð sem er ekki nema rétt hálfdrættingur á við það sem aðrir ríkisstarfsmenn hafa fengið það sem af er árinu. Augljóslega látum við ekki bjóða okkur það.

En það er einfalt mál að afstýra verkfalli. Fjármálaráðherra eða samninganefnd ríkisins geta gert samninganefnd SFR, SLFÍ og LL tilboð sem félagsmenn geta tekið alvarlega.


mbl.is Vínbúðum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband