19.9.2015 | 16:21
Þrugl þröngsýns manns
Að túlka andstöðu við zíonisma sem gyðingaandúð er kjaftæði sem er annað hvort vegna þess að viðkomandi er heilaþveginn og skilur þess vegna ekki muninn, eða vegna þess að viðkomandi er vísvitandi að snúa út úr af einhverjum annarlegum hvötum.
Zíonismi er þjóðernishyggja gyðinga, stefna á að "guðs útvalda þjóð" eigi öll að safnast til Palestínu, losa sig við aðra íbúa og búa þar ein. Saga zíonismans er blóði drifin, hluti af sögu blóði drifinni sögu (almennrar) róttækrar þjóðernishyggju og rasisma, í bland við nýlendustefnu. Zíonismi reynir að búa til þjóð úr trúflokki og er réttlættur með afgömlum þjóðsögum.
Að reyna að eigna gyðingum sem slíkum zíonismann, og þar með ábyrgð á glæpum gegn mannkyni, er illvirki. Illvirki gegn gyðingum. Hafi þeir skömm sem reyna það.
Gyðingar ferðist ekki til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 129891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Ég frábið mér þjóðarskoðun Bjarkar Vilhelmsdóttur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 16:38
Þú um það, það er enginn að biðja þig að vera sammála.
Vésteinn Valgarðsson, 19.9.2015 kl. 16:57
Það var enginn að biðja um þessa þruglandi þröngsýnu borgarstjórn. Geta þau ekki farið og tekið Gunnar Braga með sér?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 17:34
Borgarstjórnin er reyndar með ríflegan meirihluta atkvæða á bak við sig.
Og Björk er þegar farin.
Vésteinn Valgarðsson, 19.9.2015 kl. 17:38
Sko, í þessu felast margir þættir. Að því er mér skilst, er "zionismi" tilbúningur frá upphafi. Og tengist ekki gyðingum. Svona á svipaðan hátt og "Aría" bullið, sem er bara lygaþvættingur. Hvað varðar vandamál mið-austurlanda, þá verð ég nú að segja að heldur vil ég Gyðingana með öllum þeirra göllum, en hina. Og þó svo að tilkall gyðinga sé byggt á vafasömum grunni, þá er tillkall hinna byggt á jafn véfengjalegum grundvelli.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 18:05
Einmitt. Dæmigert egóflipp stjórnmálmanns sem skaðar bara almenning. Núna segjast þau ætla að endurskoða þetta egótripp sitt. Það hlýtur almenningur líka að gera.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 18:17
Saga gyðinga er saga baráttu gegn fólki eins og þér, Vésteinn.
Þú og þín orð er ekkert ný í sögunni, við höfum heyrt þetta allt saman áður frá gyðingahöturum. Stundum hafið þið náð að ljúga nógu miklu og nógu stóru, til að framkalla þjóðarmorð á gyðingum.
Kannski verður þér og þínum eitthvað úr verki með hatrinu, en líklegast ekki. Munurinn á þjóðarmorðum á gyðingum fortíðarinnar, og tilraunum til þjóðarmorðs á gyðingum í dag, er að síónisminn skilaði árangri. Gyðingar eiga sitt heimaríki, og þeir geta varist öfgafólki.
Þú verður enginn lestarstjóri til útrýmingarbúða. Þú ert lítill kall, í litlu landi, og það eru nægilega margir upplýstir til að stoppa þig í sporunum.
Hilmar (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 21:03
Hvað kallast palestínumenn sem murka lífið úr ísraelum þá?
Vésteinn þú virðist vera blindaður af hatri.
Palestínumenn á Gaza hafa verið að skjóta eldflaugum á Ashkelon og Sderot í Ísrael en það hentar víst ekki að fjalla um það í fréttum hér á landi.
Rós (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 21:58
Hilmar, zíonisminn þykist tala máli gyðinga um leið og hann fremur glæpi. Ef einhver kyndir undir gyðingahatri þá er það zíonisminn. Og vestrænir sauðir eins og þú hjálpa til við það. Þú ert að hjálpa til við að hlaða bálköst, Hilmar.
Rós, lestu blöðin. Þú gætir orðið margs vísari.
Vésteinn Valgarðsson, 19.9.2015 kl. 22:37
Lestu sjálfur blöðin Vésteinn.
Hef verið í Ísrael og veit nógu mikið til að skilja ástandið þar.Það er ekki hægt að taka mark á þessu bulli þínu frekar en bullinu í Degi.
Rós (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.