19.9.2015 | 23:28
Sniðgangið Ísrael
Hernám Ísraels á Palestínu er stríðsglæpur. Ísrael stundar kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum. Ísrael stundar kynþáttaaðskilnaðarstefnu. Ef utanríkisstefna Íslands er að samþykkja svona framferði, þá er það utanríkisstefnan sem á að breyta. Það væri nær að slíta stjórnmálasambandi við þetta útlagaríki, sem veður eins og dólgur yfir nágranna sína og virðir hvorki mannréttindi né alþjóðalög.
Tillagan verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 129891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Vésteinn
Þú ert lítt fyrir staðreyndir greinilega því hér mantrar þú ósannindi og hirðir ekki um sannleikinn sem æpir þó gegn vitleysunni.
Ég taldi þig hafa meira til brunns að bera en þetta. Mér er næst að líta svo á að þú kjósir að mantra þessa vitleysu í þeirri von að þér takist að blekkja þá sem ekki vita betur.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.9.2015 kl. 01:49
"Herám Ísraels á Palestínu", þetta er eins og að lesa hjal úr krakka sem hefur alla sína speki úr sjónvarpinu.
Orðið Palestína, kemur úr grísku og var notað yfir "Ísrael" og Gyðinga fyrir þúsundum ára síðan. Þannig að Ísrael hefur "hernumið" sjálft sig.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 04:33
Af hverju bara Ísrael? Við eigum sem sagt að vera í Nató og væntanlegum Evrópuher en megum ekki eiga friðsamleg viðskipti við umheiminn? Verða öll samskipti almennings að tengjast hernaði?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 08:03
Eru friðsamleg viðskipti orðin viðbjóðsleg en hernaðarsamskipti göfug? Er það nýja siðspillta stjórnmálaelítupakks línan?
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/09/14/cameron_stydji_evropuher/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 08:40
Sammála.
Jósef Smári Ásmundsson, 20.9.2015 kl. 08:50
Sammála
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2015 kl. 10:23
það er meira vit í því að sniðganga samfylkinguna held ég, það sparar íslendingum miklar búsifjar og fjárhagslegt tjón. Auk þess er þetta ekkert rétt að mála myndinga svona, það eru vígamenn araba sem hefja alltaf átökin með því að skjóta flugskeyti á saklaust fólk í þorpum og eru svo kaldrifjaðir að senda ung börn með sprengjubelti í ísraelska bæi, þeir virða sko mannréttindi eða þannig ...
jónas (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 10:39
Sæll Vésteinn
Auðvitað er ég líka sammála.
Jónatan Karlsson, 20.9.2015 kl. 10:52
http://stundin.is/frett/kalladi-akvordun-reykjavikurborgar-sogulegan-sigur/
Sannarlega eftirtekarverður lestur og sum svörin líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2015 kl. 12:16
Að sniðganga Ísrael, er í sjálfu sér ekkert slæmt. En menn verða að gera sér grein fyrir, hvað þeir eru að sniðganga. Til dæmis, ef þú vilt sniðganga þá, máttu ekki kaupa þér tölvu. Allt sem er tengt Intel, er tengt Ísrael. Og svona má lengi telja ... að ganga um og hætta að kaupa vörur sem á stendur "made in Israel", er tæplega nokkuð að velja um. Því eru í raun, sárafáar. Og vilji maður sniðganga það sem framleitt er á hernumdu svæðunum, verður maður að leita lengi áður en maður finnur miðann "Made in the Palestinian occupied territories". Því sá miði finnst ekki.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 14:04
Hvað er þetta með að ætli maður að sniðganga þá megi maður ekki þetta og hitt? Ef ég ætla að sniðganga Ísrael fyrir glæpi þess gagnvart Palestínuaröbum en vil samt nota tölvu með íhlutum úr Ísrael, nú þá hætti ég þó að drekka sódastream.
Menn eru dálítið að tala um þessa sniðgöngu eins og megrunar- eða heilsukúr þar sem forðast eigi allar vörur með einhverju ákveðnu efni, annars sé maður að svindla.
Töfrar internetsins eru slíkir að þeir sem áhyggjur hafa af því að erfitt geti reynst að sniðganga ísraelskar vörur án þess að lenda í persónulegum vandræðum geta auðveldlega fundið upplýsingar um hvað sé þó hægt að sniðganga. (Enda Reykjavíkurborg ekki að fynna upp hjólið þarna þó halda mætti eftir meintum viðbrögðum gyðingasamfélagsins) T.d. hér: https://boycottisraeltoday.wordpress.com/boycott-israel/
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 14:33
Er ekki öllum sama hvað þessi Fjelsted-kvistur sniðgengur? Hann er á móti öllu óréttlæti segir hann okkur en telur bann Palestínumanna við búsetu gyðinga í Palestínu réttlæti.
FORNLEIFUR, 20.9.2015 kl. 15:03
Þú sannar ekki málflutning þinn, Vésteinn últravinstri, með því einfaldlega að skella fullyrðingum á blað órökstuddum og lyktandi af öfgum.
Jón Valur Jensson, 20.9.2015 kl. 15:48
Ég er sammála um að menn verða aðeins að hugsa málin áður en þeir taka ákvaðranir. Er það vitað mál í dag hvaða vörur Reykjavíkurborg er að kaupa inn frá Ísrael? Það er greinilegt að allir gyðingar í heiminum (sennilega viljandi) misskildu þennan gjörning gjörsamlega. Þeir héldu að allar vörur sem væru seldar í verslunum í Reykjavík notaðar í sjúkrahúsum í Reykjavík væru einnig þarna inni. Það vita að sjálfsögðu allir heilvita menn sem hafa aðeins nennt að setja sig inn í málið að svo er ekki. Það hefur sannast í máli Ísraelsmanna að það er gott að hafa sterkt bakland þ.e. USA. Fyrir nokkrum árum kom sendinefnd á vegum UN til að rannsaka meðferð Ísraelsmanna á palestínumönnum á Vesturbakkanum og á Gaza einnig var fjallað um palestínumenn sem áttu heima í ísrael. Einn af þessum nefndarmönnum var svartur Suður Afríkumaður sem þekkti Apartheit mjög vel af eigin raun. Í skýrslunni skrifaði hann að meðferð Ísraelsmanna á palestínumönnum væri sambærileg eða í mörgum tilfellum verri en meðferð hvítra Suður Afríkumanna á þeldökkum á tíma Apartheit. Á sínum tíma var Suður Afríka í alheims viðskiptabanni sem samþykkt var minnir mig af UN. Það er Bandaríkjamönnum að þakkka að slíkt hefur ekki verið gert við Ísraelsmenn. Þeir stunda hægfara þjóðernishreinsanir í Palestínu sem munu enda með því að þeir ná að bola öllum palestínumönnum burtu af Gaza og Vestur Bakkanum. Það sést mjög vel á viðbrögðum Ísraelsmanna í þessu máli að þeir svo sannarlega vita upp á sig sökina.
Þorvaldur Þórddon (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 16:47
*Hernám Ísraels á Palestínu er stríðsglæpur.
Palestína = Ísrael, eins og einhver hér að ofan hefur þegar bent á.
*Ísrael stundar kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum.
Ísreal er með fleiri Palestínuaraba í launaðri vinnu en Palestínsku heimstjórnarsvæðin sjálf.
*Ísrael stundar kynþáttaaðskilnaðarstefnu.
En þá gætu þeir ekki ráðið araba í vinnu. Þessi fullyrðing hjá þér hlýtur því að vera röng.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.9.2015 kl. 17:10
Vésteinn. Hugsaðu áður en þú blaðrar.
Valdimar Samúelsson, 20.9.2015 kl. 18:31
Sammála Vésteinn og endilega komdu svo bara að blogga hjá mér á http://sandkassinn.com
;)
g
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 19:42
Orðið Palestína er dregið af þjóðinni Filisteum, sem bjó í þessu landi fyrir árþúsundum, áður en Hebrear komu þangað. Ísraelsríki nútímans er tuttugustu aldar uppfinning; fyrir 75 árum var ekki til neitt ríki sem hét Ísrael.
Það er mikilvægara að sniðganga vörur frá herteknu svæðunum, en því miður falsa Ísraelar upprunarmerkingar iðulega með því að merkja vörur framleiddar á herteknu svæðunum sem "Made in Israel".
Vésteinn Valgarðsson, 20.9.2015 kl. 22:59
Vésteinn - söguþekking þín á ríki Hebrea um árþúsundir í Palestínu er af algerum skorti hér settum fram.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.9.2015 kl. 23:10
Merkilegt raunar, að á fimm árþúsundum (millenia) hafa Hebrear eða Ísraelsmenn og Gyðingar (allt sama kynið þó) átt búsetu og lengi vel ríki á þessu svæði, sem við köllum Landið helga.
Á 2. árþúsundi f.Kr. fær Abraham (frá Mesópótamíu) fyrirheitið um það land fyrir sig og sína afkomendur. Ættfeðurnir s.k. nema þar land, en hverfa síðar til Egyptalands vegna uppskerubrests og fjölgar þar stórum, en missa réttindi sín, meðhöndlaðir sem ánauðugir, unz Móse tekst að leiða þá aftur til fyrirheitna landsins á 13. öld f.Kr. Hebresku ættkvíslirnar 12 nema Landið helga; dómaratímabilið um 1200-1020 f.Kr. Samúel spámaður vígir svo Sál til konungs (um 1020-1000 f.Kr.).
Á 1. árþúsundi f.Kr. er konungsætt Davíðs ríkjandi margar aldir í Ísrael og Júda. Löngu síðar eru þar aðrar ísraelskar höfðingjaættir ríkjandi (og stundum sem undirkonungar stórvelda), þ.e. ættir Makkabea, Hasmonea, Heródinga.
Á 1. árþúsundi eftir Krists burð eru Heródingar enn ríkjandi þar í smáríkjum undir yfirvaldi Rómverja, unz æsingamenn verða þess valdandi, um einni kynslóð eftir dauða og upprisu Krists, að Rómverjar eyða Jerúsalem árið 70 e.Kr. og flæma burt stóran hluta þjóðarinnar, sem dreifist þá víða um heimsveldið ("dreifingin", diaspora). Múslimar vinna landið af Austrómverska keisaradæminu á 7. öld.
Á 2. árþúsundi öndverðu voru enn Gyðingar í Landinu helga. Krossfarar stofna þar til skammvinnra borgríkja. Múslimar ná aftur yfirráðum, og landið er á seinni öldunum undir stjórn Tyrkja, en Gyðingar eru enn þar á 19. öld og fer þá fjölgandi, m.a. fyrir tilverknað Theodors Herzl. Á 20. öld öndverðri fjölgar þeim stórum og fá loforð frá Bretum og fyrirheiti frá Þjóðabandalaginu og síðar Sameinuðu þjóðunum til ríkisstofnunar. Það varð að veruleika fyrir miðja 20. öld, en aldrei hafði verið þar arabískt þjóðríki fram að því. Palestínu-arabar höfnuðu þá boði SÞ um að stofna þar ríki, leiðtogar þeirra kusu heldur að taka þátt í árásum 5 arabaríkja á hið nýstofnaða Ísrael og hafa reynzt ófriðsamir margir hverjir síðan, en eru einna friðsamastir undir ísraelskri stjórn í Ísrael sjálfu, enda njóta þeir þar meiri borgararéttinda en trúbræður þeirra víðast hvar í löndum islams.
Og nú erum við á 3. árþúsundi e.Kr. og Gyðingar ekki á förum!
Jón Valur Jensson, 21.9.2015 kl. 01:47
Söguskoðun Jóns Vals er ekki sú eina, eitthvað hafa menn verið að endurskoða sögu svæðisins í ljósi fornleifauppgötvanna.
Hér er a.m.k. aðeins önnur útgáfa af vef samtakanna "Jews for justice"
http://www.ifamericansknew.org/history/origin.html:
Early History of the Region
Before the Hebrews first migrated there around 1800 B.C., the land of Canaan was occupied by Canaanites.
“Between 3000 and 1100 B.C., Canaanite civilization covered what is today Israel, the West Bank, Lebanon and much of Syria and Jordan...Those who remained in the Jerusalem hills after the Romans expelled the Jews [in the second century A.D.] were a potpourri: farmers and vineyard growers, pagans and converts to Christianity, descendants of the Arabs, Persians, Samaritans, Greeks and old Canaanite tribes.” Marcia Kunstel and Joseph Albright, “Their Promised Land.”
The present-day Palestinians’ ancestral heritage
“But all these [different peoples who had come to Canaan] were additions, sprigs grafted onto the parent tree...And that parent tree was Canaanite...[The Arab invaders of the 7th century A.D.] made Moslem converts of the natives, settled down as residents, and intermarried with them, with the result that all are now so completely Arabized that we cannot tell where the Canaanites leave off and the Arabs begin.” Illene Beatty, “Arab and Jew in the Land of Canaan.”
The Jewish kingdoms were only one of many periods in ancient Palestine
“The extended kingdoms of David and Solomon, on which the Zionists base their territorial demands, endured for only about 73 years...Then it fell apart...[Even] if we allow independence to the entire life of the ancient Jewish kingdoms, from David’s conquest of Canaan in 1000 B.C. to the wiping out of Judah in 586 B.C., we arrive at [only] a 414 year Jewish rule.” Illene Beatty, “Arab and Jew in the Land of Canaan.”
More on Canaanite civilization
“Recent archeological digs have provided evidence that Jerusalem was a big and fortified city already in 1800 BCE...Findings show that the sophisticated water system heretofor attributed to the conquering Israelites pre-dated them by eight centuries and was even more sophisticated than imagined...Dr. Ronny Reich, who directed the excavation along with Eli Shuikrun, said the entire system was built as a single complex by Canaanites in the Middle Bronze Period, around 1800 BCE.” The Jewish Bulletin, July 31st, 1998.
How long has Palestine been a specifically Arab country?
“Palestine became a predominately Arab and Islamic country by the end of the seventh century. Almost immediately thereafter its boundaries and its characteristics — including its name in Arabic, Filastin — became known to the entire Islamic world, as much for its fertility and beauty as for its religious significance...In 1516, Palestine became a province of the Ottoman Empire, but this made it no less fertile, no less Arab or Islamic...Sixty percent of the population was in agriculture; the balance was divided between townspeople and a relatively small nomadic group. All these people believed themselves to belong in a land called Palestine, despite their feelings that they were also members of a large Arab nation...Despite the steady arrival in Palestine of Jewish colonists after 1882, it is important to realize that not until the few weeks immediately preceding the establishment of Israel in the spring of 1948 was there ever anything other than a huge Arab majority. For example, the Jewish population in 1931 was 174,606 against a total of 1,033,314.” Edward Said, “The Question of Palestine.”
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 08:48
Jón og aðrir Biblíusinnar: Ég tek Biblíunni með miklum fyrirvara sem heimild um raunverulega sögu Hebrea til forna.
Fornleifarannsóknir í Ísrael og Palestínu hafa ekki sýnt þann óræka vitnisburð um stórkostleg, langvarandi gyðingaríki sem menn vonuðust eftir.
Annars er fornaldarsagan aukaatriði í þessu máli.
Vésteinn Valgarðsson, 21.9.2015 kl. 11:56
Já - fornaldarsagan er í sjálfu sér aukaatriði - þó sönn sé eins og bent hefur verið á Vésteinn. Það sem skiptir máli eins og þú vísar í er að samkvæmt þjóðaétti þá er Ísraelsríki rétt og formlega stofnað, meira að segja margfalt minna en efni stóðu til og eign einstakra gyðinga náði til þegar landamærin voru ákvörðuð.
Þetta vilja Hamas vinir þínir ekki viðurkenna onda virðast mannréttindi og alþjóðalög koma þeim lítt við, fekar en sannleikurinn hjá þér í þessu máli.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.9.2015 kl. 15:58
Þú þyrftir að kynna þér undirstöðuatriði í sögu Palestínu.
Vésteinn Valgarðsson, 21.9.2015 kl. 16:31
Derringur í þér, Vésteinn. Ekki ertu sérfróður í sögu Hebrea. Samanburður Gamla test. við assýriskar og babýlónskar heimildir sýnir mikla nákvæmni um ríkisár og atburði.
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 18:23
Bjarni Gunnl. sannar ekkert um að Kanaanítar (sem GT nefnir ótal oft) séu forfeður Pal.araba; þeir eru hins vegar þjóðablendingur úr ýmsum nágrannalandanna.
Jón Valur Jensson, 21.9.2015 kl. 18:30
Sumir hafa alla sínu visku úr biblíunni, sem er reyndar svona ævintýrareifari. Því miður það er alveg með ólíkindum að enn árið 2015 skuli menn trúa öllu sem þar stendur. Margt gott og velmeinandi fólk meira að segja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2015 kl. 18:36
Vegna þess að svo margar þjóðir hafa farið um Palestínu í gegn um tíðina, þá eru Palestínumenn mjög blandaðir. Meðal forfeðra þeirra eru fornaldargyðingar.
Vésteinn Valgarðsson, 21.9.2015 kl. 19:35
sannleikur bítur ekki á alla eins og sannast hér.
Slíkir skoða ekki né vilja heyra rök.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2015 kl. 00:17
Af hverju þarftu að bulla svona, Ásthildur mín?
Á minni löngu ævi hef ég engan þekkt sem hafði "alla sínu vizku úr Biblíunni".
Að kalla hana "ævintýrareyfara" er ennfremur billega fram sett án allra raka, og staðhæfingin mælir þvert gegn staðreyndum, eins og ég get rakið fyrir þér.
PS. Satt er það, predikari, að sannleikurinn bítur ekki á alla. En hopaðu ekki frá Gamla testamentinu sem marktækri heimild. Vésteinn er einhver lélegasta "heimild" um þau mál sem hugsazt getur og hefur greinilega hengt sig á yfirborðslega skríbenta um þessi mál.
Jón Valur Jensson, 22.9.2015 kl. 00:26
Kæri Jón Valur - nei ég hef aldrei - né mun hopa frá GT.
Ljóst með það sem þú nefnir nú um Véstein og okkar góðu Ásthildi Cecil
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2015 kl. 00:29
Þið verðið að afsaka drengir mínir, en þessi bók, og ég ætti ekki að gera lítið úr henni það er ekki réttlátt, var skrifuð mörg hundruð árum eftir að atburðir gerðist, og allir vita hvernig munnmælasögur breytast í tímans rás. Það er því alveg mögulegt að "sannleikurinn" hafi skolast til á þeim langa tíma. En ég viðurkenni að það er rangt af mér að tala illa um rit sem svo margir virða og fylgja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2015 kl. 11:03
Hvernig er það á ekki þetta Ashkenazi Khazar- fólki að fara til síns rétt heimalands Khazaríu (Í dag landsins milli Svartahafs og Kaspíahafsins)?
"Majority of Eastern European Jews are Khazar and Japhetic in origin, not Semitic." (Jewish Encyclopedia (1973) A. N. Poliak, Professor, Medieval Jewish History, Tel Aviv University.)
"Semitism refers to a group of languages used by various tribes of what we call the Middle East. Zionism is a political movement founded by Ashkenazi Sabbateans in the 1800s in Europe. The Ashkenazi, of Turkic/Mongol/Caucasian descent, are mostly Russian, Hungarian, Lithuanian and Polish. They are Jewish by conversion. Roughly 95% of the population of Israel is Ashkenazi. Sephardic Jews, those of true Semitic lineage, are second class citizens in Israel. Israel was designed by Zionists to function as a racist, Apartheid state. Zionism is nobody's friend, least of all to true Jews, whom Zionism hides behind. Israel is, in fact, an anti-Semitic state, in that it daily murders true Semites. "Max Huthinson
" To this day the Ashkenazi Jews the heirs of the Khazar genealogical lineage, shun DNA tests. They want no evidence produced that will prove they are not Jews. They continue to lie and say they are Jews. In fact an increasing number of DNA studies and analyses have been published over decade. In every case NO DNA relationship to the ancient bloodline of the Israelites." http://www.scribd.com/doc/6249521/Synagogue-of-Satan-with-Colour-Photos-Andrew-Carrington-Hitchcock
Það hefur margsinnis komið fram víða að þetta fólk (eða um 90% Ísraelsmanna í dag ) sé komið frá fyrrum Khazaríu. Menn ættu endilega að kynna ykkur bækurnar "The Invention of The Jewish People" eftir hann Shlomo Sand. Chosen People from the Caucasus eftir Michael Bradley ,og svo bókina The Thirteenth Tribe eftir Arhthur Koestler , eða þar sem að þessir höfundar viðurkenna allir að vera komnir af þessu fólki er bjó þarna í fyrrum Khazaríu á sínum tíma.Auk þess benda allar DNA rannsóknir á að engin blóðtengsl (eða DNA) séu á milli Ashkenazi Khazar og Gyðinga Gamla Testamentisins.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 11:26
Ásthildur, takk fyrir innleggið. En þótt það sé satt hjá þér, að sumt í Gamla testamentinu var skrifað "mörghundruð árum eftir að atburðir gerðust," þá það ekki við nema hluta atburðanna. Um meginhluta þeirra eru þetta heimildir samtíðarmanna eða fólks sem mundi þá sem sjónarvottar eða sem heyrnarvottar þeirra, sem upplifðu þá gerast. Það skýrir m.a. tíma-nákvæmni í mörgu af þessu, þ.e. samræmi milli GT-tímatals og assýrísks og babýlónsks í heimildum þar.
Jón Valur Jensson, 22.9.2015 kl. 12:48
Öh.. reyndar er lítið til af heimildum sam staðfesta þjóðsögur í gamlatestamentinu. Nema þú sért að meina að það hafi verið til konungur sem hét Daríus eða að það hafi verið faraó í Egyptalandi.
Vésteinn Valgarðsson, 22.9.2015 kl. 12:52
Ég er alveg sammála Ásthildi með að biblían er ekkert annað en ævintýrareifari skrifuð af sigurvegurum og við vitum alveg hversu mikill sannleikur felst í slíkum gjörning. En ef menn ætla að fara út í þetta nánar þá eru menn alltaf að vitna í Gamla textamenntið. Ég hitti eitt sinn guðhræddan mann sem sagði að Nýja textamenntið væri biblía okkar kristinna manna. Gamla textamenntið væri bara hrærigrautur af munnmælasögum og hlutum sem eingöngu öfga kristnir menn héldu upp á og Gyðingar og Múslimar. Þið reynið að halda í þá staðreynd að vegna þess að hægt sé að reyna að finna eitthvað í biblíunni(gamla textamenntinu) um að Gyðingar hafi einhverntímann á síðustu 3000 árum ráðið yfir einhverjum landskika á því svæði sem núna kallast Palestína þá hafi þeir fullan rétt til þess að ryðja burtu öllu því fólki sem þar er núna með ofbeldi. Með sömu rökum er hægt að segja að við íslendingar sem komum meðal annars frá mörgum héruðum í Noregi eigum rétt til stórra landsvæða í Noregi og hefðum rétt til að ýta burtu með ofbeldi öllum sem þar búa. Það eru jú ekki nema rétt rúmlega 1000 ár síðan við bjuggum þar. En í sumum tilfellum meira en 2000 ár síðan Gyðingar réðu yfir sumum hlutum Palestínu tímabundið. Þetta er svo mikil hunda lógíg að maður verðu forviða á þessu.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 17:45
Vésteinar árhundruðanna eru við sama heygarðshornið nú sem endranær.
Biblían hefur annað sig sem sagmnfræðirít ásamt svo mörgu öðru.
Um árhundruðir var hinum trúuðu núið því um nasir hversu ómarktæk Biblían væri og var oft tekið „besta og augljósasta dæmið“ um heila þjóð, Hittíta, sem rætt er um í Biblíunni. Vésteinarnir þreyttust aldrei á að ræða um að þarna væri komin ein hesta sönnun á ómarktæki Biblíunnar því enginn sagnfræðingur þessa heims fyrr né síðar hefði rætt um, ritað um, né sýnt fram á þessa þjóð sem Biblían fræðir um - því hún sé ekki og hafi aldrei verið til !
Stutta sagan er síðan sú að 1907 var grafið niður á heila konungshöll með einum 300 herbergjum. Þar var komin konungshöll Hittíta „sem aldrei hafa verið til“. Ekki nóg með það - þarna fannst heilt skjalasafn, dýrmætt sem heimild um viðskipti þjóða á millum sem Hittítar áttu viðskipti við. Þar var tilgreint hvaða vörur gengu í viðskiptum og hvert var verð sem goldið var fyrir. Þá koma þar fram ótal aðrar heimildir frá dögum þessarar miklu þjóðar sem Hittítar voru. Biblían hafði þarna rétt fyrir sér í þessu sem öðru.
En Vésteinar heimsins nota þá bara næsta dæmi - en þau eru orðin sárafá sem ekki hafa sannast um árhundruðin.
En við vitum að Vésteinarnir og kristnihatarar úr vantrú ásamt fleirum - þeir munu hamast áfraam sem rjúpan við staurinn - það er fullkomlega öruggt - enda segr svo í hinni Helgu Ritningu : Bibliunni.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2015 kl. 18:01
Takk fyrir þitt skynsamleag innlegg Þorvaldur og góður punktur, auðvitað eigum við bara að reka nojarna burtu og íslendingarnir geta sest að á því landi sem við útvegum okkur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2015 kl. 18:18
Þú veizt greinilega ekkert um sagnfræðilegt gildi ýmissa rita Gamla testamentisins, Vésteinn. Hefurðu nokkurn tímann lagt stund á nám í þeim fræðum? Hitt er rétt hjá predikaranum, að þú kemur beint úr herbúðum Vantrúar. Ekki eru það nú meðmæli, segi ég að fenginni reynslu.
Þorvaldur þessi Þórsson heldur vísast, að það sé nóg að vera uppfullur af þörf til að lýsa einhverri viljaskoðun sinni. En það verður ekki sannleikur þar með. Enskir kalla þetta að vera "opinionated".
Þakka þér, predikari!
Jón Valur Jensson, 23.9.2015 kl. 00:21
Ásthildur
Hvað með að reka eitthvað af þessu fólki þarna á Írlandi i burtu, og/eða heimta landsvæði þar, eða þar sem að fólk var flutt frá Írlandi og til Íslands?
Það sem að allt þetta litla, litla, nice, nice Ómega sjónvarpstöðvar-lið vill og reyndar Prédikarinn vill líka hérna er, að allt þetta her- og landnám haldi nú áfram á Vesturbakkanum og Austurhluta Jerúsalem svo að spádómarnir rætast, og Moloch -Karlinn komi nú.
Því að auðvita styður allt Ómega sjónvarpstöðvar-liðið áfram þetta fólk sem er EKKI blóðskylt Gyðingum Gamla testamentisins (Ashkenzi Khazar) í því að reka bæði Kristna Palestínumenn og múslima í burtu, svo spádómarnir rættist nú allir, ekki satt???
"Ég skal láta nokkra af samkundu Satans, er segja sjálfan sig vera Gyðinga, en eru það ekki heldur ljúga,-ég skal láta þá koma og kasta þér fyrir fætur þér, að ég elska þig.."(Op 3:9)
"...Ég veit hvernig þú ert hrakyrtur af þeim sem segja sig vera Gyðinga, en eru það ekki, heldur samkunda Satans."(Op 2:9)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 00:37
Gervi kristnir munu styðja áfram Zíonista Ísrael. Þeir munu líklegast ganga svo langt að þeir munu breyta dæmisögunni hans JESÚ um VÍNGARÐSEIGANDANN til þess eins að þóknast þeim. Þar sem að stendur, að "Guðsríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess." verður núna að öllum líkindum breytt til þess að þóknast þeim : "Guðsríki verður EKKI frá yður tekið og EKKI gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess."
Því að svo mikið er víst, að þegar Ísraelsmenn (Zíonistar) rífa niður kirkjur í Austurhluta Jerúsalem, þá mótmælir þetta kristna-lið hér ekki einu orði, en hvað það heldur alltaf áfram þessum líka óendalega stuðningi við þetta Zíonista -Rasista -Ísrael sama hvað, og það gegn allri kristinni trú þarna.
Israel levels Catholic Church property in E. Jerusalem amid ‘massive demolition’ plan http://www.rt.com/news/israel-palestinian-homes-demolish-323/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 06:20
Einmitt Þorsteinn góður punktur þegar við byrjum á annað borð þá er auðvitað ekki úr vegi að koma aðeins við á Írlandi líka :)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2015 kl. 10:20
Nú liggur fyrir tillaga stjórnarandstöðu á þingi um að vörur frá landtökubyggðum verði merktar sem slíkar. Allir neytendur hljóta að fagna slíkri tillögu sem miðar að því að neytendur séu upplýstir um hvaðan vara sem þeim býðst kemur, eins og neytendur hljóta að hafa sjálfsagðan rétt til.
Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 12:49
Jón Valur, þú sérð væntanlega ekki kaldhæðnina í athugasemd þinni kl. 00:21.
Vésteinn Valgarðsson, 23.9.2015 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.