Tvær athugasemdir

1. Hver gerði þessa opinberu rannsókn? Bretar?

2. Samþykkti Pútín morðið? Rannsóknarkýrslan heldur því fram. Blaðamaðurinn slær því upp eins og það sé staðreynd. Er blaðamaðurinn að segja að það sé staðreynd?


mbl.is „Pútín samþykkti morðið “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í fréttinni segir: "...var senni­lega framið með samþykki Vla­dimírs Pútíns"

"sennilega" er álit en ekki niðurstaða.

Þetta er pólitík og "rannsóknin" sem slík er það einnig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2016 kl. 11:15

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Einmitt -- og nú eru komnar gæsalappir utan um fyrirsögnina, sem voru ekki áður.

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2016 kl. 12:02

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ef rannsókn sýnir að fyrrum yfirmaður KGB, eðalmennið Pútín, hafi eitthvað vafasamt á samviskunni, þá hljóta niðurstöðurnar auðvitað að vera pantaðar og rannsóknin bara blöff. Það segir sig náttúrlega sjálft.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2016 kl. 12:52

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er staðreynd að gagnrýnendur Pútíns hafa tilhneigingu til að deyja voveiflegum dauða.

Wilhelm Emilsson, 21.1.2016 kl. 13:34

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þorsteinn: hverju ertu að ýja að?

Wilhelm: já, það lítur þannig út stundum.

Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2016 kl. 13:49

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

,,Var sennilega..."?

Verða ekki einhverjir sannleiks-leitandi að fara á fund með heiðarlegum og vönduðum tveggja vídda-miðlandi milliliðum?

Það er alla vega ekkert siðferðisþróað vit í því að stjórna heiminum með svona (,,sennilega") sleggjudómafréttamennsku. Það eru ekki einu sinni líðandi fjöl-miðla-vinnubrögð þótt umdeilt fólk og ríki eigi í hlut.

Siðmenntað mannréttinda-dómsréttakerfi byggist á vönduðum traustsverðugum vinnubrögðum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.1.2016 kl. 17:24

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það nægir mér að hafa lesið tvær bækur, "Rússland Pútíns" eftir Önnu Politkovskaju sem var drepin fyrir þá bók, og lesa síðar sögu Ingimars Ingimarssonar, "Sagan sem varð að segja."

Einnig að hafa farið til Moskvu og í ferðalag til Demyansk 2006 og heyra lýsingu heimamanns á ástandinu í Rússlandi Pútíns.

Ómar Ragnarsson, 21.1.2016 kl. 20:41

8 identicon

Ég er sammála þér Vésteinn.
Virðist frekar vera pólitískt klámhögg
og vísað til fortíðar til að ljá þessu
trúverðugleika.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.1.2016 kl. 21:25

9 identicon

Öll vandamál þjóða síðustu árhundruðin eru runninn undan rifjum breta.

Þeir hafa alltaf verið til vandræða.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.1.2016 kl. 00:22

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn. Hvaða heimsveldis-samþykkta (heimsveldisstýrða) bókaútgáfa gaf út þessar bækur sem þú nefnir hér? Sem voru gefnar út fyrir meir en áratug síðan?

Hversu lengi er hægt að hengja fólk/þjóðir út frá frá fyrri tíma mafíustýrðum sögusögnum, glæpum, stríðum og spillingu?

Ég er ekki að verja gömlu Sovét-mafíuna né sannanlegu Rússagrýlusögurnar, heldur að benda á að nú eru aðrir tímar sem eiga fullan rétt á nýrri umfjöllun í samræmi við nútímann í heimsmálunum.

Íslandsmafían klíkustýrða er til dæmis alls ekki undanskilin, né á neinn hátt frí frá nauðsynlegri gagnrýni!

Lítum okkur nær Ómar minn!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.1.2016 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband