Hvaðan kemur allt þetta flóttafólk?

Flest flóttafólkið sem streymir nú til Evrópu er að flýja frá löndum sem eru í rúst eftir hernað heimsveldanna, ekki síst NATÓ (með þátttöku Íslands, ef einhver var búinn að gleyma því). Flóttamannastraumi fylgja vitanlega margvísleg vandamál -- en þeim vandamálum er tæpast hægt að líkja við vandamálin sem fólkið er að flýja. Flóttamenn koma, eðli málsins samkvæmt, ekki af því að þá langi bara til að koma, heldur eru þeir á flótta.

Ef fólk vill ekki flóttamannastraum -- og auðvitað vill hann enginn -- þá væri góð byrjun að hætta að taka þátt í að drepa fólk í öðrum löndum og rústa heimkynnum þess. Þið sem studduð Íraksstríðið og Afganistanstríðið eða loftárásirnar á Líbíu og Júgóslavíu -- munið það næst þegar á að fara í stríð og landsfeðurnir og spunarokkarnir fara að tala um hvað þessi eða hinn forsetinn sé mikill skúrkur.

Óvinurinn heitir: Heimsvaldastefnan. Hún er aflið sem sundrar friði og rekur fólk á flótta. Hún er skúrkurinn sem þarf að knésetja.


mbl.is Björguðu 150 þúsund mannslífum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Vésteinn - sem og aðrir gestir, þínir !

Vésteinn !

Vitanlega: eiga Vesturlönd sök, á margvíslegri óáran, víðsvegar.

En - væri það ekki gustuk, að fá ská frændur mína Kínverja, til þess að dúndra nokkrum Kjarnorkusprengjum á óþverra bælið Saúdí- Arabíu:: höfuð gróðrarstíu Múhameðsku villimennzkunnar, sem ágætis byrjun í að þjarma almennilega, að þessu RUZLARA liði, sem er að steypa öllu, til Heljar ?

Sjálfir: eru Kínverjar reyndar, / að kljást við Úyighúra hyskið austur í Sin- kiang, sem eru einmitt til stórra vandræða, í vesturhluta Mið ríkisins (Kína), og fylgja þeir Úyighúra skrattarnir Saúdí- Aröbum og vinum þeirra að málum, í hinni raunverulegu Heimsvaldastefnu, sem Kóran þvælan boðar.

Það er ekki hægt lengur - að gera ráð fyrir því Vésteinn, að Vesturlönd og Suðurlönd ráði við niðurlög þeirra Múhameðsku - einir: og sér.

Því: er knýjandi, að leita liðveizlu Austurlanda fjær, í viðureigninni við villimanna pack Múhameðs, síðuhafi góður.

Enga miskunn - til handa þessu liði, fremur en gagnvart Kommúnistum og Nazistum á fyrri tíð !!!

Við verðum: að horfa BLÁKALT á þær staðreyndir, sem fyrir liggja, í náinni samvinnu við Hindúa og Bhúddatrúar þjóðirnar, á komandi árum og áratugum, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum:sem oftar - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 12:31

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Nei, Óskar, það á ekki að henda neinum kjarnorkusprengjum í einn eða neinn.

Þeir sem eru best til þess fallnir að ráða niðurlögum "múhameðskunnar" eru múhameðstrúarmenn sjálfir - með því að snúa baki við henni. Eins og vesturlandabúar hafa verið að gera við kristnina.

Vésteinn Valgarðsson, 26.1.2016 kl. 13:01

3 identicon

Sæll á ný - Vésteinn !

Skv. þinni: vel meintu ábendingu, þyrftum við að bíða / all lengi, Vésteinn minn.

Ætli við - og okkar kynslóð, yrðum ekki orðin nokkuð duftkennd, þegar þeim áfanga yrði náð, síðuhafi vísi ?

Cirka: 800 - 1000 ár a.m.k., þar til við eygjum slíkt, að óbreyttu.

Með þeim sömu kveðjum - sem fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 13:23

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Óskar, ég hlusta ekki á þetta tal þitt um fjöldamorð og kjarnorkusprengjur.

Vésteinn Valgarðsson, 26.1.2016 kl. 13:55

5 identicon

Sæll enn - Vésteinn !

Nei: líkast til, þarft þú að finna eldinn brenna á eigin skinni: unz, þú áttar þig á hlutunum, Vésteinn minn.

Slík viðbrögð - eru bara mannleg, í sjálfu sér.

Ekki síðri kveðjur - þeim fyrri, og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 14:09

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er samt ekki svona einfalt.

Vegna þess að í löndum sunnan og austan Miðjarðarhafs hefur verið mikill óstöðugleiki til lengri tíma, nokkurskonar púðurtunna, þar sem hver höndin er uppi á móti annari og inní þetta spilast loftslagsbreytingar með tilheyrandi fólksflutningum og óstöðugleika og fleira og fleira.  

Fólk gæti alveg verið að flýja stríð þó vesturlönd tækju ekkert þátt.

Við sjáum td. með Erítreu, að þaðan hafa einna flestir flóttamanna komið á síðustu árum.  Ekki eru vesturlönd þar með stríð, að ég tel.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2016 kl. 14:19

7 identicon

Komið þið sælir - að nýju !

Ómar Bjarki !

Það er að sönnu: rétt hjá þér / að loftslagsbreytingarnar, eru að spila heilmikla rullu, í þessu ógnarferli, sem við nú stöndum frammi fyrir.

Þó svo - Iðnbylting 18. aldarinnar, sem og til þessa dags, hefðu ekki komið til, þá er ljóst, að við ráðum ekki við samspil Iðurs Jarðar (skjálfta og eldgos), fremur en Sólkerfa vindgnauðið, utan úr Himingeimnum.

Hins vegar - bera nútíma kynslóðir FULLA ábyrgð, á Plastpokamengun og öðrum óþverra, sem plagar Heismhöfin t.d.- sem og á landi, víðsvegar.

Undan þeirri staðreynd: verður ekki vikist, Austfirðingur góður.

Sízt lakari kveðjur - en aðrar fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 14:31

8 identicon

.... Heimshöfin: átti að standa þar, vitaskuld.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 14:35

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Flóttafólkið kemur frá ríkjum, sem eru hertekin af Páfa-heimsveldistoppunum valdarænandi. Og vopnaframleiðendur kynda undir óeirðirnar í eiginhagsmuna-gróðaskyni. Kaupmennska djöfulsins ræður heimsveldisríkum og skelfilegum flótta saklauss fólks.

Aldrei mun ég hvetja til árása á nokkra þjóð né nokkurn mann. Og er/verð ég þá líklega talin frekar heimsk þegar kemur að "skynsamlegum" ágóða-verkefnum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.1.2016 kl. 23:46

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Aldrei í lífinu átti ég von á að ég myndi verða sammála Ómari Bjarka, en það gerðist samt hér og nú. Auðvitað er það barnaskapur að kenna Vesturlöndum um allt böl þriðja heimsins. Ekki það að afskipti þeirra hafi alltaf verið gáfuleg, en í fleiri tilfellum eru þau afleiðing frekar en orsök. Að ekki sé minnst á skrípaleikinn við að moka inn tugþúsundum flóttamanna að flýja stríðsástand sem þeir síðan leggja sig alla fram við að endurskapa í löndunum sem þeir voru að flýja til.

Theódór Norðkvist, 28.1.2016 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband