9.2.2016 | 09:39
Eins og kynferðislegur lotugræðgissjúklingur?
"Þótt náttúran sé lamin með lurk leitar hún út um síðir."
Ekki veit ég eftir hverjum þetta er upphaflega haft, en það gildir um kaþólsku kirkjuna eins og annað, að það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla að bæla niður eðlilegar hvatir fólks.
Krafa um að prestar séu skírlífir er gott dæmi um þetta. Fólk hefur kynhvöt. Prestar eru fólk. Ef það er reynt að afneita kynhvötinni um eðlilega útrás, leitar hún bara í staðinn að einhverri annarri útrás. Þarf að ræða það eitthvað frekar?
Annað: Fordæming á samkynhneigð gerir það að verkum að fólk lifir inni í skáp skammar og fordóma sjálfra sín og annarra í stað þess að fylgja tilfinningum sínum. Heldur einhver að það kunni górði lukku að stýra?
Þriðja: Löng saga yfirhylmingar skapar kjöraðstæður fyrir öfugugga.
Mig minnir að það hafi verið Christopher Hitchens sem líkti sambandi kaþólsku kirkjunnar við kynlíf saman við samband lotugræðgissjúklings við mat. Strangt svelti og hömluleysi til skiptis.
Kirkjan siðferðilega gjaldþrota? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.