29.2.2016 | 11:42
Hvar endar þetta eiginlega?
Isavia var að uppfæra spá um fjölgun ferðamanna, úr 22% aukningu í 37% aukningu - miðað við í fyrra. Til stendur að nota 20 milljarða í viðbyggingar við Leifsstöð á árinu. Hvar endar þetta eiginlega? Hvað getur þetta land tekið við mörgum? Og: Ef það gefur á bátinn í efnahagskerfi landanna sem ferðamennirnir koma frá, er þá flúðasiglingaferðin til Íslands ekki eitt af því fyrsta sem fólk hættir við að fá sér?
Spádómur: Í næstu kreppu (sem er kannski ekki langt undan) mun ferðamönnum til Íslands fækka um helming miðað við árið á undan. Hvað verður þá um öll nýju, fínu hótelin sem nú eru í byggingu?
Fordæmið er ekki langt undan: Spánn er ekki ennþá búinn að rétta úr kútnum eftir að þýskir ellilífeyrisþegar hættu að kaupa sér annað heimili í sólinni fyrir 7-8 árum síðan.
Það er ekki nóg að byggja bara meira og meira upp af gistirýmum og öðrum innviðum. Það þarf líka að segja stopp á einhverjum tímapunkti. Stjórnvöld þurfa að gera það. Annað væri óábyrgt.
Hvergi nærri hámarki ferðamannafjölda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Facebook
Athugasemdir
Þá er nú gott fyrir þessa fola að vera ungir og graðir... ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2016 kl. 17:57
Það er rétt hjá þér Véstein að hamfaratúrismi eins og verið er að hrófla upp hér á bara ekki við á ísland. Men bera saman útgerðina og það sem þeir kalla ferðamanna iðnað og segja hann skila miklu meiri tekjum en útgerðin.
Sjávarútvegurinn er alltaf byggja undirstöður sínar og þær eru greiddar jafn óðum. En undirstöður hamfaratúrisma hafa ekki en verið byggðar á Íslandi og eru þar með ógreiddar .
Skrítið á Íslandi má helst ekki virkja og alsekki leggja línur en ferðamenn mega traðka allstaðar og haga sér sem stórhættulegir kjánar á þjóðvegunum.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2016 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.