Í kvöld: Opinn fundur um verkalýðsráðstefnuna í Mumbai

Frá heimsráðstefnunni í Mumbai gegn stríði, arðráni og óöryggri vinnu sem haldin var 18.-20. nóvember 2016
 
Opinn fundur þar sem kynnt verður nýafstaðin alþjóðaráðstefna í Mumbai á Indlandi. Þar komu saman fulltrúar hundruða verkalýðsfélaga og stjórnmálaflokka frá öllum heimsálfum og ræddu stöðu og horfur verkalýðsbaráttu í heiminum.
Framsögumaður verður Jean Pierre Barrois, sem sat ráðstefnuna, ásamt Pierre Priet. Þeir eru frá franska blaðinu La Tribune des travailleurs (Verkalýðsblaðinu) og Parti ouvrier indépendant démocratique (POID) (Sjálfstæða lýðræðis-verkalýðsflokknum)
Fundurinn verður í MÍR-salnum, Hvefisgötu 105, fimmtudagskvöld 26. janúar og hefst kl. 20:00. Hann fer fram á ensku. Allir velkomnir.
 
Að fundinum standa Alþýðufylkingin og Menningar- og friðarsamtökin MFÍK

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband