31.8.2017 | 13:44
Elías Davíðsson kynnir rannsóknir sínar í kvöld
Elías Davíðsson, fræðimaður og rithöfundur, talar á fundi Alþýðufylkingarinnar í Friðarhúsi kl. 20:00 fimmtudagskvöldið 31. ágúst. Hann mun þar kynna rannsóknir sínar og bækur um hryðjuverk og hvernig valdamikil öfl nota þessa "ógn" í pólitískum tilgangi.
Elías er búsettur í Þýskalandi hefur um árabil fengist við rannsóknir og skrif um hryðjuverk, einkum með falinni aðkomu ríkja -- m.a. herja, leyniþjónusta, jafnvel dómstóla -- sem leynt er bak við þéttan vef lyga og áróðurs.
Á undanförnum árum hefur hann m.a. gefið út þrjár bækur um sviðsetningu hryðjuverka:
1. Hijacking America Mind's on 9/11 (Algora Publishers, New York, 2013)
2. The Betrayal of India: Revisiting the 26/11 [Mumbai] Evidence (Pharos Media, New Delhi, 2017)
3. Psychologische Kriegsführung und gesellschaftliche Leugnung: Die Legende des 9/11 und die Fiktion der Terrorbedrohung (Zambon Verlag, Frankfurt a/M, 2017)
Fyrirlesturinn er í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 fimmtudagskvöldið 31. ágúst og byrjar klukkan 20:00.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.