Hæpið að þeim takist það

Þótt stjórnarherinn á Sri Lanka hafi unnið sigra undanfarna mánuði, þá fer fjarri því að Tígrarnir séu við það að verða yfirbugaðir. Það nægir að benda á nýafstaðna loftárás sem þeir voru að gera á hernaðarskotmark á norðurhluta eyjarinnar. Það eru ekki margar skæruliðahreyfingar sem búa yfir flugher, en Tígrarnir búa auk þess yfir flota -- að vísu bara smáum bátum, en nógu skæðir hafa þeir samt verið óvinum sínum. Sinhala-ríkisstjórnin í Colombo getur ekki sigrað Tígrana vegna þess að þeir njóta stuðnings meðal Tamíla. Lausnin á stríðinu á Sri Lanka er að ríkisstjórn Sinhala komi á fullu jafnræði með þjóðunum. Það verður enginn friður nema hann verði réttlátur.
mbl.is Stjórnarher Srí Lanka hyggst yfirbuga tígrana fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband