Fróðlegt verður að sjá

Mugabe er gott dæmi um mann sem er fær sem skæruliðaforingi en mistækur sem stjórnmálamaður. Hann stóð sig vel í því að koma þrjótnum Ian Smith frá völdum (Smith er nú í MDC-hreyfingunni), en það hefur hallað undan fæti stóran hluta valdatíma hans. Fréttaflutningur í vestrænum fjölmiðlum hefur þó verið mjög einhliða. Það er fjallað -- réttilega -- um verðbólgu og fleira sem misferst, en ekki um þær umbætur sem hann hefur reynt að gera. Þess í stað er staglast á því að hann sé kominn yfir áttrætt (það eru Perez í Ísrael og Mubarak í Egyptalandi líka, svo og Koirala í Nepal, til dæmis) og að hann sé sturlaður. Þótt það séu alveg til þjóðaleiðtogar sem eru elliærir í alvörunni (skemmst er að minnast Reagans), þá hika ég við að treysta svona fréttaflutningi. Mig grunar að aðalatriðin á sakaskrá Mugabes séu frekar andstaða við breska og vestræna heimsvaldastefnu.

En í öllu falli verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu kosningamáli.


mbl.is Stjórnarandstaðan heldur sætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki viss um hve flinkur Mugabe var sem skæruliðaleiðtogi einu sinni. Baráttunni sem kom stjórn hvítra frá í Zimbabwe var, held ég, hamlað mikið af valdabaráttu á milli leiðtoga mismunandi fylkinga.

Og Ian Smith er ekki lengur í MDC því hann dó á síðasta ári.

Fyrir utan fréttir af hræðilegu efnahagsástandi og vafasamri valdbeitingu man ég eiginlega bara eftir tíðindum af mannréttindabrotum gegn samkynhneigðum. En það er svo sem ekki einsdæmi í Zimbabwe. En auðvitað ekki afsökun heldur að þannig gerist annars staðar líka.

Hvort sem stjórnarandstaðan er hæf til að laga ástandið í Zimbabwe veit ég ekki en ég efast um að framtíðin sé björt undir Mugabe.

Kalli (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Æi, klaufi er ég. Ég man það núna, þegar þú nefnir það, að þegar fréttin barst af dauða Smiths í fyrra, þá óskaði ég honum góðrar ferðar norður og niður. Takk fyrir leiðréttinguna. En það breytir því ekki að hann var í MDC. Ég á ekki von á öðru en að áframhaldandi stjórn Mugabe þýði áframhaldandi þrengingar fyrir Zimbabwe-búa. Ef MDC ná hins vegar völdum, þá á ég ekki von á öðru en að Zimbabwe "normalíseri" samskiptin við vestrænt auðvald og færi sig aftur í nýlendu-átt. Þannig að hvorugur valkosturinn er beysinn ef þú spyrð mig.

Vésteinn Valgarðsson, 28.4.2008 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband