Kannski ekki á skjön við lög...

...en það ætti að vera það. Það ættu að vera lög sem tryggja að það sé ekki farið svona með eignir Reykjavíkurborgar, eða annarra opinberra aðilja yfirleitt. Án þess að ég hafi neitt á móti Björgólfi persónulega, né sé mótfallinn safni um Thor Jensen, þá finnst mér ergilegt að ofurkapítalistar geti valsað svona um þessa sameign eða aðrar í krafti peninganna einna. Þetta hús ætti að vera áfram í eigu fólksins og hýsa starfsemi sem þjónar fólkinu. Ég sting upp á ungmennamiðstöð með aðstöðu fyrir handverk, listsköpun og annað uppbyggilegt -- og að hrossarétt Thors Jensen verði tekin frá fyrir börn til þess að smíða þar kofa.
mbl.is Ekki farið á skjön við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband