Fjórir á einni

Fjórir lögreglumenn að handtaka konu sem þegar er komin í járn, einmitt. Ég skil nú ekki heldur að það hafi verið nauðsynlegt. Lögreglan beitir oft meira valdi en ástæða er til og vinnubrögð hennar eru oft vafasöm. Man einhver eftir óeinkennisklæddu lögreglumönnunum sem veittust án fyrirvara að tveim erlendum mótmælendum á Laugavegi í hittifyrra og yfirbuguðu þau án þess að hirða um að segja þeim að þeir væru lögreglumenn eða að þau væru handtekin? Það náðist á vídeó -- þau héldu að það væru bara einhverjir menn að ráðast á þau, æptu á að einhver hringdi í lögguna til að hjálpa sér og einhver gerði það -- þegar löggan kom, þ.e.a.s. einkennisklædda löggan, þá hjálpaði hún árásarmönnunum en ekki fórnarlömbunum. Man einhver eftir prófessor á áttræðisaldri sem fór á lögreglustöðina til þess að spyrjast fyrir um afdrif ungmenna sem hann sá handtekin, en uppskar slíkar barsmíðar að hann höfuðkúpubrotnaði og var síðan neitað um að hringt yrði á sjúkrabíl? Man einhver eftir stelpunum tveim sem hlupu frá útsýnispalli nærri Kárahnjúkum og voru eltar uppi af nokkrum lögreglumönnum sem börðu þær með kylfum? Man einhver eftir látlausu áreiti, dónaskap og skemmdarverkum sem lögreglan vann á búðum mótmælenda við Kárahnjúka í hittifyrra og árið þaráður?
mbl.is Sýknaður af ákæru um að hafa truflað störf lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband