Glæpamaður

Ef Olmert hirti um líf palestínsks fjölskyldufólks, þá væri honum nær að hætta að láta myrða það. Ég sé ekki að það sé hægt að taka mark á manni sem segir eitt og gerir annað. Þegar Ísraelsher myrðir heilu fjölskyldurnar, þá er það auðvitað Ísraelsher og enginn annar sem ber ábyrgðina. Eldflaugaárásir Hamas-manna eru ekki mikil ógn við Ísrael. Þessar eldflaugar eru búnar til úr röri, fylltu sprengiefni, með stýrifjöðrum á öðrum endanum og haus á hinum. Það er ekki hægt að miða þeim frekar en það er hægt að miða áramótarakettu. Raunverulegt hlutverk þessara árása er ennfremur ekki það að reyna að drepa alla í Ísrael; Hamas-menn eru ekki svo einfaldir að halda að það sé hægt; þeir vita væntanlega manna best hvað þessar eldflaugar eru ónákvæmar. Raunverulegur tilgangur er sá að sýna Ísrael og umheiminum að þeir hafi ekki gefist upp. Þetta er sama og með grjótkast í skriðdreka. Heldur einhver að einhver haldi að grjóthnullungur laski 60 tonna skriðdreka? Auðvitað ekki -- það er heldur ekki tilgangurinn. Tilgangurinn er að sýna að andspyrnan sé enn í gangi og þá ber að nefna tvennt: Annars vegar væri samningsstaða Palestínumanna nákvæmlega engin ef það væri ekki andspyrna af neinu tagi. Hins vegar er andspyrna gegn hernámi fyllilega réttmæt -- og aðalatriðið í þessu stóra máli er það að Ísraelar halda Palestínu hertekinni. Á meðan Ísraeler eru hernámsveldið, á meðan það ríkir ekkert réttlæti, þá ríkir ekki friður. Eina lausnin er sú að hernáminu linni og Palestínumenn fái að njóta mannréttinda.
mbl.is Olmert vísar allri ábyrgð á Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband