Landspítali: Gefðu hjúkrunarfræðingum breik

Það eru mjög alvarleg mistök hjá Landspítala ef hann þrjóskast við og missir næstum 100 sérhæfða hjúkrunarfræðinga á einu bretti. Ég endurtek: Mjög alvarleg mistök. Ábyrgðin er spítalans. Hvað heldur spítalastjórnin, að hún eigi einhvern séns í þessari deilu? Eftirspurnin eftir hjúkrunarfræðingum er slík að þeim er í lófa lagið að fá vinnu annars staðar. Í þessari deilu sé ég ekki að spítalinn eigi nein tromp, og tæpast málsbætur heldur. Það eina vitræna er að spítalinn gefist upp og gangi að kröfum hjúkrunarfræðinganna.
mbl.is Hjúkrunarfræðingar funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband