Ég trúi ekki á al-Qaida

Ég trúi ekki þeirri mynd sem er vanalega dregin upp af al-Qaida í fjölmiðlum. Þessi svokölluðu "samtök" eru of gagnleg fyrir heimsvaldasinna til þess að ég trúi því að það sé tilviljun. Ég er viss um að innstu þræðirnir eru í höndum glæpsamlegra og samviskulausra elementa í bandarísku leyniþjónustunni og samtökin fúnkera þannig sem frontur, sem agent provocateur. Síðan eru reiðir ungir menn munstraðir í samtökin, grunlausir um hverjir raunverulegir yfirmenn þeirra séu, og taka þátt í einhverjum ofbeldisverkum í, öhm, góðri trú.

Pælið í því: Ef maður er heimsveldi og ætlar sér að deila og drottna, hvað er þá sniðugra en að stofna svona front sem pósar sem óvinafrontur manns? Maður getur infiltrerað raðir óvina sinna og beint þeim af brautum skynsamlegrar and-heimsvalda-baráttu inn á óskynsamlegar brautir. Maður getur knésett suma óvini sína aftur og aftur með því að tefla öðrum óvinum sínum gegn þeim undir fölsku flaggi. Þetta er svo borðleggjandi að ég trúi því ekki að CIA-mönnum hafi ekki dottið það í hug fyrir mörgum árum síðan.


mbl.is Al-Qaida samtökin að eflast samkvæmt nýrri skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband