Hvađa sáttum getur samfélagiđ náđ?

Getur stéttskipt samfélag náđ sáttum? Ég trúi ţví ekki. Allavega ekki varanlegum sáttum. Ađ mínu áliti er eina almennilega sáttin sem getur náđst fólgin í ţví ađ afnema stéttaskiptingu, og upp frá ţví sitji allir viđ sama borđ. Ţađ er vissulega til mikils ađ vinna ađ fá ţví framgengt.
mbl.is Ögmundur: Samfélagiđ ţarf ađ ná sáttum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Ég held ađ árangur Norđurlandanna sýni nokkurn veginn hver rétta stefnan sé varđandi jöfnuđi, en svo hafa ţessi lönd síđan fjarlćgst sum af ţví sem gerđi ţetta ađ góđum löndum ađ búa í og nálgast Repúblikönum í BNA í meira en einni skilningu.

En fullkominn jöfnuđ held ég ađ sé ekki máliđ, enda mjög erfitt. Sumt fólk er ţar ađ auki ţannig innrćtt ađ ţađ yrđi aldrei sátt í svoleiđis ţjóđfélagi. Sumum vćri nóg ađ skara fram úr (eđa finna ađ fólk hafi tćkifćri til)  í stjórnmálum, listum, vísindi, hugsjónastarfi eđa einhverskonar frćgđ, en sumir mundu ekki vera sátt nema ađ geta skarađ örlitiđ fram úr í efnahagslegu tilliti.  Eđa finna ađ ţađ hefur frelsi til ţess.

Ţannig fellur sátt um um stéttlaust samfélag um sjálft sig, er ég hrćddur um. Hinn gyllti međalvegur hlýtur ađ vera máliđ eins og í svo mörgu. Svo má rćđa um hversu nálćgt stéttlausu samfélagi hann ćtti ađ liggja.

Morten Lange, 3.5.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Vésteinn Valgarđsson

Ég er ósammála. Í fyrsta lagi álít ég ađ Norđurlöndin séu príma dćmi um ađ sósíaldemókratíska módeliđ virki ekki. Ţar sligar félagslega hliđin auđvaldiđ og auđvaldiđ sligar samfélagiđ, enda fer módelinu hnignandi. Í öđru lagi álít ég ađ viđ séum öll mótuđ og skilyrt af samfélaginu sem elur okkur af sér. Ef fólk er aliđ upp viđ samkeppni um takmörkuđ gćđi, ţá er ţađ ţađ sem ţađ ţekkir. Ef aftur á móti hagkerfiđ er skipulagt á forsendum fólksins, ţá hljóta samvinna og samhjálp ađ verđa ofan á.

Vésteinn Valgarđsson, 3.5.2008 kl. 11:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband