Kannski minni -- en áfram gríðarlega mikil

Olía er og verður ómissandi fyrir hagkerfi sem er háð henni í bak og fyrir. Það eru ekki bara einkabílar til að keyra út í búð -- það eru landbúnaðarvélar, rafstöðvar, flutningatæki o.s.frv. o.s.frv. Við getum lagt einkabílnum og tekið strætó, við getum hætt að ferðast með flugvélum (auðmennirnir munu varla hætta því samt) -- en við getum ekki farið að neita okkur um lífsnauðsynjar. Það er gríðarlegt verk eftir óunnið til þess að aðlagast olíuþurrðinni. Það verður erfitt og það verður sársaukafullt, hvernig sem það verður. Valdamiklir menn munu líka halda áfram að standa á bremsunni og gera róðurinn þyngri heldur en ef allir legðust á eitt. Það er mikil ógæfa að við skulum ennþá búa við stéttaþjóðfélag þegar þessar hörmungar dynja yfir. Ráðandi öfl munu hugsa um sig sjálf frekar en okkur hin eins lengi og þeim er það unnt.


mbl.is Spá minni eftirspurn eftir olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband