13.5.2008 | 14:45
Stórt skref
Það er að minnsta kosti tæp öld síðan fyrsta borgaralega jarðarförin var gerð á Íslandi. Ég veit samt ekki til þess að húmanískt lífsskoðunarfélag hafi áður séð um slíka athöfn. Mér skilst að athöfnin hafi verið falleg og tilgerðarlaus. Stór hluti Íslendinga á ekki samleið með trúarbrögðum og þar af leiðandi ekki trúfélögum. Það er því mikilvægt skref fyrir samfélagið hérna að hafa öðlast veraldlegt lífsskoðunarfélag sem getur tekið að sér þessar stóru athafnir. Að fermingum, brúðkaupum og nafngjöfum ólöstuðum, þá eru útfarir líklega mikilvægasta athöfnin í þeim skilningi að hún er sú eina sem fæstir fá umflúið, og sú sem ríður mest á að heppnist vel. Það má því með sanni segja að þetta sé mikilvægt og gott skref.
Fyrsta útförin á vegum Siðmenntar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 129879
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Vésteinn. Það er eins og endranær, gott að lesa pistla þína og nema skoðanir þínar. Þegar þú skrifar: "Stór hluti Íslendinga á ekki samleið með trúarbrögðum og þar af leiðandi ekki trúfélögum", þá er eins og þetta sé skrifað um mig og marga mína líka sem ég kannast við. Sjálfur er ég trúaður og hef verið svo lánsamur að halda barnstrúnni sem ég nam mestmegnis frá móðurömmu minni, sem ég fæ seint fullþakkað. Mín trú er á þá feðga Guð og Jesú. Ég finn ekki að ég eigi nokkra samleið, hvorki með þjóðkirkjunni né öðrum trúflokkum sem kenna sig við kristindóm, sem ég hef kynnst. - Að þeim ólöstuðum, þeir einfaldlega hafa ekkert til brunns að bera sem ég sækist í.
Ég hreifst þónokkuð af skoðunum og heimspeki Ásatrúarinnar, en það voru e.t.v., Hávamálin sem heilluðu mig og gera ennþá. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og mér er nokk sama hvaðan gott kemur.
Ég myndi kjósa helst að fá að vera holaður niður af félagsskap á borð við Siðmennt, held ég. Mig langar til að kynna mér þann félagsskap nánar.
Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 13.5.2008 kl. 17:44
Til hamingju Siðmennt! Alveg frábært að hægt sé að deyja á Íslandi án þess að eiga að ættingja sem geta haldið sómasamlega trúlausa útför. Það er alveg rétt að hægt er að sleppa hinum athöfnunum en þessi er dálítið mikilvægari.
Ásta Kristín Norrman, 13.5.2008 kl. 19:30
Bara til gamans
Það mun hafa verið fyrir um það bil 110 árum sem danskir verkamenn (í Kaupmannahöfn) stofnuðu með sér samtök um borgaralegar jarðarfarir. Þeir auglýstu stofnfundinn í Soasíaldemokraten. Meðal þess sem þeir kröfðust var að menn fengju að deyja án afskipta kirkjunnar, þeir vildu borgaralegar kistulagnir og svo framvegis. Ég veit ekki hvernig samtökunum vegnað.
Bestu kveðjur.
hágé
Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:57
Sigurbjörn: Þú getur tékkað á heimasíðu siðmenntar, www.sidmennt.is, ef þú ert ekki þegar búinn að því. Þar geturðu séð stefnu félagsins og allt það.
Helgi: Það er áhugavert, og rímar vel við þær hræringar sem voru m.a. í trúmálum í kring um aldamótin. Ætli þetta hafi ekki verið sporgöngumenn Human Etisk Forbund og slíkra nútímahreyfinga?
Vésteinn Valgarðsson, 14.5.2008 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.