Furðulega mikið fylgi Sjálfstæðisflokks

Það vekur furðu mína að stór hluti kjósenda virðist styðja Sjálfstæðisflokkinn alveg sama hvað. Ég held að flokkshollusta sé eitthvert mesta böl okkar. Það er illt þegar flokkar geta treyst því að sama fólkið kjósi þá aftur og aftur og aftur. Kannski að það hrikti eitthvað í stoðum þessarar óskiljanlegu tryggðar þegar borgarstjórnin heldur áfram að láta eins og hún lætur. Kannski að augu fleiri muni opnast eftir því sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að verja vonlausan borgarstjóra falli og láta eins og valdaránið í vetur sé eðlilegasta mál. Þeir kalla þetta yfir sig sjálfir.
mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Ég kýs nú bara Sjálfstæðisflokkinn af því að pabbi kaus hann alltaf."

Nei, reyndar hef ég aldrei kosið hann.

Blind fylgni finnst mér alltaf skrýtin, hvort sem er við stjórnmálaflokk, trúarbrögð eða bíltegundir.

"Ég ek um á Skoda af því að pabbi átti alltaf Skoda."

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.5.2008 kl. 06:34

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Eða eins og í laginu góða, "Ég fór í Verzló, ég fór í Verzló af því pabbi vildi það, pabbi vildi það."

Vésteinn Valgarðsson, 14.5.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband