Komi þeir sem koma vilja

Ríkasta þjóð í heimi ætti nú að vera nógu aflögufær til að geta tekið við nokkrum þurfandi manneskjum frá útlöndum. Ég blæs á tal um forgang -- eitt þarf ekki að útiloka annað, það er vel hægt að aðstoða fólk af fleira en einu þjóðerni í einu. Íslendingar sem standa höllum fæti tapa engu á því að flóttafólk sé boðið velkomið, það er til nóg handa öllum hérna ef það er á annað borð vilji til þess að útdeila því. Sem stendur eru það ekki flóttamenn sem sitja á auðæfum landsins, heldur eru það ráðandi öfl í þjóðfélaginu sem standa á bremsu velferðarinnar.

Mér finnst eitthvað óviðkunnalegt við það að eitt sveitarfélag loki hliðinu þegar flóttamenn nálgast. Ætli það mundi ekki heyrast hljóð úr horni ef Reykvíkingar neituðu að taka við flóttamönnum af landsbyggðinni?


mbl.is Flóttafólk verði boðið velkomið til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég veit það -- og þar liggur nefnilega hundurinn grafinn. Þetta er ekki spurning um hvernig smá geira af kökunni er skipt, heldur hvernig henni allri er skipt. Frá sjónarmiði auðvaldsins eru bara einhverjir brauðmolar sem er hent í þurfandi fólk, á meðan þjóðarauðurinn er í höndunum á mönnum sem hafa miklu meira en þeir hafa not fyrir.

Vésteinn Valgarðsson, 14.5.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband