Landhreinsun

Það er óhætt að kalla þetta landhreinsun hjá þessum sérfræðingum Landhelgisgæslunnar. Klasasprengjur eru með ógeðfelldari vopnum, og þessum í Suður-Líbanon rigndi ekki ofan úr skýjum heldur voru það Ísraelar sem dreifðu þeim. Allir vita að stór hluti sprengjanna í klasasprengju springur ekki strax, heldur grefst gjarnan niður og er virkur árum ef ekki áratugum saman og heldur áfram að limlesta börn og aðra sakleysingja löngu eftir að átökum lýkur. Bandaríkin og Ísrael hafa einmitt beitt sér ákaft gegn alþjóðlegu banni gegn klasasprengjum.

Svona á kaldhæðnari nótunum: Þegar ég las þessa frétt gat mér ekki annað en dottið í hug þegar Sturla Jónsson kallaði fram í af þingpalli í Alþingishúsinu á fimmtudag fyrir viku „Þið eigið að hjálpa ykkar eigin fólki áður en þið farið að dekra við fólk í útlöndum“ eða eitthvað á þá leið. Ef ég væri í þannig þönkum, þá mundi ég spyrja hvers vegna þessir sérfræðingar séu ekki að hreinsa sprengjur í Fossvoginum. En auðvitað spyr ég ekki að því. Það væri bjánalegt.


mbl.is Allt að 130 sprengjur á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband