29.5.2008 | 01:51
Morðtól
Klasasprengjur eru með ógeðfelldari vopnum sem herir heims nota. Líbanon er ennþá freknótt af þessum hroða eftir loftárásir Ísraela fyrir tveim árum. Það kemur ekki á óvart að Bandaríkjamenn, Rússar og Kínverjar vilji ekki undirrita, en hvers vegna kom ekki fram í fréttinni að Ísraelar neituðu líka að undirrita? Indverjar og Pakistanar neituðu líka. Þessi sex ríki höfðu ekki einu sinni fyrir því að mæta til Dublin á þessa ráðstefnu. Kanadamenn undirrituðu "með fyrirvara" -- fyrirvara um hvað? Við hvaða aðstæður er klasasprengja rétta græjan? Hér má annars lesa samninginn (pdf), sem 111 ríki hafa undirritað.
Samningur um bann á klasasprengjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Ísraelsmenn hafa oftast neitað að fylgja tíðarandanum varðandi vopn og vígbúnað. Þeir komast t.d. líklega upp með það einir þjóða í miðausturlöndum að eiga kjarnorkuvopn en virðast samt geta komist hjá því að sæta almennilegu eftirliti óháðra aðila. Þrátt fyrir að þeir séu einna stríðsglaðastir að því er virðist, stutt síðan þeir réðust á Líbanon og hafa gegnum tíðina oft staðið í bardögum við margar nágrannaþjóðir sínar. Bandaríkjamenn fylgja þeim svo að málum því þeir eru miklir vopnaframleiðendur og Ísrael er stór viðskiptavinur auk þess sem valdamikil stétt manna þar vestra er hliðholl málstað zíonista. Með þessum viðskiptum hafa þeir svo gegnum Ísraelska herinn fengið reynslu af notkun nýrra vopna o.þ.h. við raunverulegar aðstæður, mun fyrr og með minni fyrirhöfn heldur en með því að bíða eftir næsta stríði Bandaríkjamanna og þurfa svo að bera allar ákvarðanir um það undir bandaríska kjósendur. Vissulega er þetta gríðarstór bi$$ne$$ og er sennilega ein af aðal útflutningsatvinnugreinum BNA, peningarnir sem eru í spilinu er svo stórir að það er erfitt fyrir okkar litlu Íslendinga að skilja en útskýrir samt ágætlega hversvegna framleiðsla og sala vopna er svo víða samofin stjórnmálum og öðrum alþjóðasamskiptum. Kannski er samt rétt að taka fram að það eru fleiri en Ísrael sem kaupa vopn af BNA, t.d. er Saudi-Arabía einn stærsti kaupandi orrustuþotna frá BNA í seinni tíð og ganga þau farsælu viðskipti í grunnatriðum út á vöru- og þjónustuskiptiskipti: olíu (og hernaðarlegt aðgengi) fyrir vopn (og vernd).
Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2008 kl. 04:06
Laukrétt.
Ekki má heldur gleyma Egyptalandi, þar sem Bandaríkjastjórn ræður ríkjum í gegn um kvislinginn Mubarak, í skiptum fyrir blóðpeninga.
Vésteinn Valgarðsson, 29.5.2008 kl. 05:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.