Nei, ekki til lykta leitt

Þetta deilumál verður ekki til lykta leitt á meðan ríkisstofnun heldur áfram að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Það eru til tvær lausnir á málinu: Annað hvort að kirkjan samþykki samkynhneigða safnaðarmeðlimi sem jafngilda öðrum manneskjum, ellegar þá að ríki og kirkja verði aðskilan að fullu og hún geti þá átt sig með sína forneskjulegu ósiði. Þangað til verður þetta opið sár sem ekki grær og heldur áfram að verða ríki og kirkju til minnkunar. Kirkjan hefur hopað skref fyrir skref undan réttlætinu, og í hverju skrefi hefur Karl viljað láta staðar numið, nú sé nóg komið, nú sé málið leyst, nú sé deilan til lykta leidd. En hún er það ekki og hún verður það ekki fyrr en fólk fær sömu meðhöndlun óháð kynhneigð.
mbl.is Eitt erfiðasta deilumál kirkju og samfélags til lykta leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki ósammála þér, en vil að kirkja og ríki verði skilyrðislaust

aðskilin að fullu, óháð því hvaða afstaða verður ofaná í þessu tiltekna

máli. Ríkið á ekki að útbreiða hjátrú og hindurvitni.

Tryggvi (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 02:58

2 identicon

Karl biskup hefur kirkjuna í herkví með afstöðu sinni og framgangi í þessu máli, því er nú ver. Flestir prestar vita að sá dagur kemur að samkynhneigðir og gagnkynhneigðir ganga jafnt að altarinu. Hinsvegar vill Karl ekki eingöngu fresta heldur forðast það að svo verði. Eins og þú segir, Valgarð, þá er málið ekki til lykta leitt og þeir fjörtíu presta (um 20% stéttarinnar) sem vilja EINA hjónavígslu en ekki tvær eru ekki hættir að vinna. Því miður fer hvorki hátt um vinnu þeirra í þágu hjónabandsins, tök biskups á fjölmiðlum er sterkt og loks mætti nota presta landsins til að núllstilla hvaða meðvirkniklukku sem er! Því miður.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 08:47

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er alveg rétt hjá þér, Carlos, með Karl og herkvína. Auðvitað er stór -- og vaxandi -- hópur presta sem er hafinn yfir þessa hómófóbíu, en að sama skapi er íhaldsarmurinn sterkur ennþá þótt hann sé smám saman á undanhaldi. En hvernig heldurðu að menn eins og Geir Waage eða Sigurður Sigurðarson taki því þegar unga, frjálslynda kynslóðin tekur við og knýr þessi sjálfsögðu mannréttindi fram?

Vésteinn Valgarðsson, 11.6.2008 kl. 09:52

4 identicon

thetta er ekki svona einfalt, Vesteinn. Vandamalid eru ekki their hordu til haegri, svokalladir svartstakkar (rangnefni). Their eru e.t.v. 10 til 15 % stettarinnar. Their sem eru vinstra megin i thessu mali eru ekki allir ungir, flestir eru a aldrinum 30 til 50 ara og eru e.t.v. 20 til 25% stettarinnar.

Vandamalid eru their sem vita ad thetta mun koma, eru sammala um ad thetta er rettlaetismal og god gudfraedi en vilja ekki fara hradar i malin vegna thess hvernig adrar kirkjur taka a thvi og af thvi ad thad getur verid verulega vont ad fylgja ekki meirihluta sem biskup og kirkjustjorn leidir. Ef biskup vaeri ekki jafn stadfastur myndi eg halda ad malid faeri svona 60-40, rettlaetinu i vil.

thegar malid kemst i gegn, e.t.v. eftir 10 - 15 ar, munu menn hordustu menn beygja sig, enginn mun neyda tha til neins og kirkjan mun vinna malid ad raunverulegri satt, af thvi ad thad er ekki bara sjalfsogd mannrettindi heldur lika god gudfraedi ad hafa ein log og einn sid i hjuskaparmalum.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:02

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Vonandi er það rétt hjá þér, en ég hlakka til að sjá Geir Waage gefa saman homma í Reykholtskirkju. Ég held að íhalds-arminum finnist það góð guðfræði að hafa ein lög og einn sið, en að þau lög og siður eigi að vera 1 karl + 1 kona og ekkert annað. En að sjálfsögðu fer það mjög eftir forystu kirkjunnar, hvaða stefnu hún tekur í þessu máli, og skiljanlegt að margir prestar séu ragir við að ganga gegn vilja hennar.

Vésteinn Valgarðsson, 12.6.2008 kl. 04:14

6 identicon

Ég held að það muni ekki gerast, að mönnum verði gert að ganga gegn sannfæringu sinni. Ein lög og einn siður er ekki endilega það sam íhaldsarminum er heilagast, heldur "skikkan skaparans frá upphafi". Menn sættast á breytingar og leyfa eldri kynslóð að halda í sitt. Nýjir siðir með nýjum mönnum, svona álíka eins og gert var við kristnitöku.

Það er hliðstæða í læknastétt. Til eru þeir sem neita að framkvæma fóstureyðingar v. samvisku sinnar. Þeir eru ekki neyddir til þess þótt þeir vinni í ríkisspítala.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 07:49

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það má vera að þetta sé rétt til getið hjá þér og íhaldið fái að blóta á laun áfram, ef svo má segja. Það eiga lengi eftir að verða menn innan prestastéttarinnar sem halda í forneskjuleg viðhorf og styðjast við guðfræði til að verja þau. Breytingarnar hljóta samt að koma fyrr eða síðar og prestarnir hljóta að reyna að ná einhverri lendingu, þannig að sem flestir geti sætt sig við hana. Já, kannski er þetta bara rétt hjá þér.

Vésteinn Valgarðsson, 13.6.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband