Heyr á endemi

Fighters + Lovers voru sýknuð fyrir héraðsdómi. Ég verð vonsvikinn ef hæstiréttur sýknar þau ekki líka. Dómurinn er pólitískur og hneykslanlegur. Dómurinn tekur ekki tillit til ástandsins sem er í Kólumbíu og Palestínu en leyfir sér samt að úrskurða að FARC og PFLP séu hryðjuverkamenn. Svokölluð hryðjuverkalög, ásamt svona dómum, eru notuð til að gera samstöðustarf á Vesturlöndum saknæmt.

Þess má til gamans geta að ég keypti kveikjara frá F+L í vetur sem leið. Hann kostaði 30 krónur danskar, og má ætla að alla vega helmingurinn af þeirri upphæð hafi runnið í málstaðinn. Kveikjarinn sjálfur var reyndar frekar ómerkilegur og gagnaðist ekki mikið sem slíkur. en til þess var heldur ekki leikurinn gerður.


mbl.is Dönsk ungmenni studdu hryðjuverkasamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kannski er best að borga 30 krónurnar og gefa kveikjarann til baka. Þá fá þeir 100%.

Ólafur Þórðarson, 21.9.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband