Hvað skal þá taka til bragðs?

Ef „Ung vinstri græn telja einsýnt að dagar þessa óhefta heimskapítalisma séu senn taldir“ og harma að „hrun hins óhefta og ómannúðlega heimskapítalisma skuli nú bitna á þeim sem síst skyldi“, hvað vilja þau þá að komi í staðinn? Í ályktun þeirra get ég ekki séð að þau stingi upp á nýju þjóðskipulagi í stað þess sem þau sjá að er að hrynja. Það er út af fyrir sig flest rétt sem kemur fram í þessari ályktun UVG, svo langt sem hún nær. En hvers vegna fara Vinstri-græn alltaf í kring um aðalatriðið eins og heitan graut?

Lausnin heitir sósíalismi. Hann hefur ekki verið á dagskrá Vinstri-grænna hingað til, og meira að segja verið bannorð þar á bæ. Hann er það greinilega ennþá. Djörfustu ályktanir ganga ekki svo langt að leggja til upptöku sósíalísks hagkerfis. Þarna sjáið þið ástæðuna fyrir því að ég er ekki félagi í VG. Þarna er ástæðan lifandi komin.

Sjá meira um málið:

*  VG eru vinstrikratar

* Við þurfum öðruvísi flokk


mbl.is Nýr formaður UVG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband