Það er víst tímabært að leita sökudólga!

Sá Bubbi Morthens sem var uppi á níunda áratugnum (einhver skyldleiki við þennan?) hefði varla verið í vandræðum með að sjá að sökudólgurinn heitir AUÐVALDIÐ og það er einmitt tímabært að gefa því yfirhalningu.

Á sinn hátt má kannski segja að þetta sé okkur öllum að kenna, að við höfum látið neyslukúltúr og lífsgæðakapphlaup hafi hlaupa með okkur í gönur. Svo mikið er víst að Bubbi sjálfur lét ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. AntiBubb-herdeildin, sem mætti á staðinn í dag, er a.m.k. á því máli. Mér finnst samt ekki sanngjarnt að draga höfuðpaurana í sama dilk og venjulegt fólk sem lét ginnast til að skuldsetja sig upp fyrir haus og geldur þess nú.

Davíð Oddsson sagði að einhverjir "menn" hefðu "misnotað frelsið" sem hann gaf þeim. Við hverju bjóst hann? Er þetta "frelsi" eitthvað sem á bara að láta í hendurnar á einhverjum útvöldum?

Nei -- þetta "frelsi" er ekki frelsi fólksins frá erfiðleikum, hungri, menntunarskorti, sjúkdómum eða fátækt. Þetta er frelsi peninganna til þess að leika lausum hala. Þegar þeir fá það frelsi, skilja þeir eftir sig sviðna jörð. Það er gömul saga og ný. Þurfið þér frekari vitnanna við?

Nei -- nú er einmitt tíminn fyrir uppgjör við sökudólginn, við auðvaldið. Við eigum að setja nýjar leikreglur í þjóðfélaginu, eftir okkar eigin hagsmunum en ekki fjármálamangara og braskara. Leikreglur þar sem venjulegum manneskjum er gert hátt undir höfði, venjulegt fólk fær mannsæmandi laun og þjóðarframleiðsla er skipulögð með þarfir fólksins í landinu í huga. Annað nær engri átt.

Nánar um þessa æðisgengnu tónleika: Bubbi með opna buxnaklauf.


mbl.is Harmleikur allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband