Frekar hress mótmæli

Hópurinn sem mótmælti í dag var ekki lítill, en hann var heldur ekki stór miðað við tilefnið. (Mbl. segja "á annað hundrað" en Vísir segir 300-500!) Hins vegar getur þetta verið byrjunin á einhvejru stærra. Hörður Torfason stakk upp á því að koma saman á Austurvelli á hádegi á morgun og halda áfram mótmælum og krefjast þess að stjórn seðlabankans víki. Á morgun og hinn og hinn ... og svo áfram þangað til stjórnin bankans víkur. Þessir menn hafa kostað okkur næg vandræði undanfarið, þótt þeir haldi því ekki áfram.

Stjórnendurnir -- embættismenn, stjórnmálamenn og fjármálamenn -- eiga í rauninni aðeins eitt undanbragð til að koma sjálfum sér undan ábyrgð. Það er að benda á sjálft eðli kapítalismans, innbyggða græðgina og "éta eða vera étinn"-lögmálið

Sem sagt: Hádegismótmæli á Austurvelli framundan. Látið það berast.


mbl.is Mótmælt fyrir utan Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband