Austurvöllur í dag laugardag

Áframhaldandi mótmæli á Austurvelli í dag, laugardag, klukkan 12.

Krefjumst þess að seðlabankastjórn víki.

Ríkisstjórnin má vel víkja líka mín vegna.


mbl.is Mótmæli á Arnarhóli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég held að Davíð sé bara ein setning í heilli bók.

Það væri heppilegra ef við sýndum samstöðu út á við, svo breskir geti ekki alið á sundurlindi okkar.

Breskir stjórnmálamenn nota mótmælin til þess að segja þeir að þeir hafi haft rétt fyrir sér með því að fella stærsta fyrirtæki Íslands með valdníðslu. Stórskaða önnur Íslensk fyrirtæki og eyðileggja mannorð Íslands um langa framtíð. 

Þessi mótmæli verða notuð til að réttlæta aðgerð, sem á eftir að kosta þig, alla þína fjölskildu, börn og barnabörn margar milljónir.

Öll ríkisrekin þjónusta sem við höfum notið hér á landi mun verða helminguð og skattar á þig og þína verða auknir verulega. Til þess að borga vexti af skuldinni.

Júlíus Sigurþórsson, 11.10.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"Ein setning í heilli bók" er vel að orði komist.

Samstaðan finnst mér að eigi að beinast gegn þeim sem hafa leikið okkur grátt: Íslenskir og erlendir kúnnar bankanna ættu að standa saman gegn bæði Davíð og Brown og öðrum sem bera ábyrgð.

Nú, ef aðgerðir (og aðgerðaleysi) stjórnvalda með öllu tilheyrandi sliga mig og mína í sjöunda lið, þá held ég að mótmælin breyti ekki miklu. Það sem þau gætu breytt, hins vegar, ef þau heppnast vel, er að þau gætu komið stjórn landsmála í betri hendur.

Vésteinn Valgarðsson, 12.10.2008 kl. 07:05

3 identicon

Ég held pesónulega að allt þingið, seðlabankinn og stór partu af stjórnkerfi ætti að víkja, þetta fólk hefur brugðist þjóð sinni, jafnvel hugsanlega unnið gegn okkur meðvitað.  Það eru þessir menn, svo sem Davíð, sem eru ástæða þess að þessir baggar leggjast á okkur, þeir höfðu allt regluverk og gjaldeyrisforða í hendi sér, og gerðu ekkert.

Það þarf allavega að senda skilaboð til embættismanna með því að reka nokkra toppa.  Breskur almenningur er nokkuð upplýstur, og tortrygginn gagnvart stjórnvöldum, við eigum að læra af því og ekki láta kjánalega þjóðrembu stilla okkur inn á að þola spillingu, af því þetta séu "okkar" spilltu stjórnmálamenn.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég er ekki að segja að það eigi ekki að mótmæla.

Það sem ég er að segja að mótmælum heima hjá okkur, svo BBC og CNN og SKY og hvað þau nú heita, risa sjónvarps samsteypurnar geti ekki tekið það upp og notað gegn okkur.

Við mótmælum þegar búið er að ganga frá þessum lausum endum sem við þurfum að gera núna.

Það er eins og kom fram í Silfri Egils í dag: "Við töpum milljörðum á hverri klukkustund vegna þess að erlend fyrirtæki hafa ekkert traust eða trú á íslenskum fyrirtækjum". Við getum ekki stundað eðlileg viðskipti vegna trúnaðarbrots.

Svona mótmæli eru olía á þann eld. Jafnvel þó það séu bara 10, því það er hægt að súmma inn og segja "mótmæli á íslandi" og sýna þessa 10 frá öllum sjónarhornum.

Á skjánum sést land sem er rúið trausti og á kafi í mótmælum og óöld, sem svo rýrir enn traust á íslenskum fyrirtækjum og það er tjón sem við verðum að borga síðar.

En þegar búið er að koma þessu í gang aftur og sjónvarpsmyndavélarnar farnar, þá skulu þið mótmæla eins og þið getið, komið þannig fram skilaboðum til kjósenda hér á landi.

Júlíus Sigurþórsson, 12.10.2008 kl. 15:58

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Að mótmæla heima hjá sér kemur í sama stað niður og að mótmæla ekki. Landið ER rúið trausti. Virkilega fjölmenn mótmæli eða óöld hafa ekki orðið ennþá. Mér finnst ótækt að kenna mótmælendum um það sem þeir eru að mótmæla. Ef eitthvað heldur áfram að kubba niður það álit sem við þo höfum haft, þá er það dugleysi við mótmæli. Nágrannaþjóðirnar furða sig á því að hér séu ekki göturnar fullar af mótmælendum. Það getur hver sem er orðið fyrir áföllum, en það sem er niðurlægjandi er að láta þau bara yfir sig ganga og aðhafast ekki. Þess vegna eigum við að fara út á göturnar og gefa ráðamönnum skýr skilaboð um að þeir eigi að fara og finna sér aðra vinnu.

Vésteinn Valgarðsson, 13.10.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband