16.10.2008 | 17:07
Til þess eru hryðjuverkalög
Hryðjuverkaógnin er uppblásinn loftbelgur, til þess gerður að hræða okkur og fá okkur til að sætta okkur við að það sé þrengt að okkur og því frelsi og réttindum sem við höfum vanist. Hryðjuverkalög eru ekki sett til þess að þrengja að heilaþvegnum bókstafstrúarbjánum með sprengibelti utan um sig, heldur til þess að réttlæta eftirlit og óeðlilega harkalegar aðgerðir gegn fólki sem er í heiðarlegri og réttlátri baráttu gegn óheiðarlegu og óréttlátu valdi. Það eru dýravinir, anarkistar, umhverfisverndarsinnar, friðarsinnar, sósíalistar og aðrir sem berjast fyrir betra samfélagi, sem hryðjuverkalögin eru hönnuð til þess að bæla niður.
Persónunjósnir, hleranir, eftirlit, kortlagning á lífi fólks, afskiptasemi valdstjórnarinnar á grundvelli "grunsemda". Á undanförnum 7-8 árum hafa um 1200 manns verið handteknir á Bretlandi vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi. Þar af hafa um 40 verið dæmdir, um 600 verið sýknaðir og um 600 verið látnir lausir án ákæru vegna þess að það var ekkert athugavert við þá. Á sama tíma hafa fréttatímar verið fullir af fréttum um að þessi og þessi hafi verið handtekinn vegna "gruns" um hryðjuverkastarfsemi. Það er aldrei á forsíðunni að einhver hafi verið látinn laus eftir margra daga gæsluvarðhald vegna þess að hann hafi verið saklaust!
Já, og svo er reyndar hægt að nota þau gegnýmsum glæpamönnum líka.
"Hryðjuverkalög" eru réttnefni. Þau eru hryðjuverk gegn okkur.
Hryðjuverkalögin skemma fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.