Hvergi nema á Íslandi

Ég held að Ísland hljóti að vera eina landið þar sem læsi er yfir 60%, þar sem stjórnmálamenn leyfa sér að hegða sér svona. Í siðmenntuðu lýðræðisríki væri stjórn Seðlabankans fyrir löngu búin að segja af sér -- og ef ekki, þá væri ríkisstjórnin búin að setja hana af. Að stjórn Seðlabankans skuli ennþá vera skipuð sömu vanhæfu mönnunum -- og þá er einn óneitanlega meira áberandi en hinir -- sýnir að ríkisstjórnin er jafnvanhæf. Burt með þær báðar, og kjósum svo nýtt þing. Annað nær engir átt.

Mætum öll á Austurvöll klukkan 15 á morgun og krefjumst afsagnar ríkisstjórnarinnar!
Látið það berast!


mbl.is Stjórn Seðlabankans víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég á mér stefnumót við Birgi Baldurs á þessum tíma ... bíddu, það er á Austurvelli ... ætli maður verði þá ekki að hafa með sér hitabrúsa ...

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hehehe, við sjáumst þá kannski á morgun. ;)

Vésteinn Valgarðsson, 31.10.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband