4.11.2008 | 08:51
Þegar ég fékk svikahringingu
Það var hringt í mig fyrir ekki mörgum misserum síðan. Það var eitt af peðum þrjótanna í Kaupþingi. Hann bauð mér aukalífeyrissparnað og fleira sem átti að vera voða sniðugt. Ég sagði honum, með nokkrum þjósti, að ef mig vantaði eitthvað sniðugt frá bankanum, þá skyldi ég bera mig eftir björginni sjálfur. Þetta var dropi númer sirka þrjátíu, og nokkrum dropum seinna var mælirinn endanlega fullur og ég skipti yfir í SPRON, þar sem ég hef verið síðan og er sáttur þar.
Fuss, en sá svikahrappur. Á tímabili hélt ég stundum að ég væri óeðlilega tortrygginn gagnvart fjármálastofnunum, en núna sé ég að tortryggnin var á rökum reist.
I hate it when I'm right.
Ég fékk líka símtal einu sinni frá einhverjum gaur sem bauð mér "ókeypis tryggingaráðgjöf" -- ég hef nú tileinkað mér nóg af speki Hannesar til að vita að hádegisverðurinn er aldrei ókeypis, svo mér datt í hug að eitthvað héngi á spýtunni. Ég spurði hvað hann meinti. Jú, að hagræða þannig að ég þyrfti ekki að borga eins mikið fyrir tryggingar.
Mér leist nú vel á það: Að borga minna en ekki neitt. Hann hváði og spurði hvort ég væri ekki með neinar tryggingar.
Nei, sagði ég. Þá spurði hann hvort ég vildi ekki kaupa tryggingu! Ég spurði hver meiningin væri eiginlega, hringdi hann ekki í mig til að bjóða mér lægri iðgjöld?
Ég skellti á áður en ég gaf honum ráðrúm til að svara.
Svikahringingar í gsm-síma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú þarf að henda glæpaspírunni út úr Kaupþingi, þessari sem man ekki að hún skuldbatt sig upp á tæpar tvöhundruð milljónir. Ég skuldbatt mig einu sinni við Kaupþing og reyndi að gleyma því sem tókst nærri því en Kaupþing gleymdi engu svo ég fékk á baukinn.
corvus corax, 4.11.2008 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.