9.11.2008 | 02:08
Gamli góði Moggi
Moggi ætti að trúa sínum eigin blaðamanni. Það var kastað nokkrum tugum eggja og það vpru nokkrir tugir manna sem köstuðu þeim. Þúsundunum var heitt í hamsi en voru friðsamar, enda venjulegt fólk með börn og ekki komið til að slást heldur tjá gremju sína yfir að vera rúið lífskjörunum.
Lögreglan var kannski frekar fáliðuð -- ég skal svo sem ekki segja hvað sé "hæfilegt" af löggu á 4000+ manna mótmælum -- en ég sá ekki að henni hafi verið afls vant, enda var þetta ekki götubardagi heldur einfaldur útifundur.
Egg ... guð minn góður, egg! Ég hef heyrt að í sumum löndum kasti fólk grjóti við svona aðstæður, eða jafnvel handsprengjum. Ég hef aldrei heyrt um að neinn hafi slasast á því að fá egg í sig, og hvað þá að hlaðið steinhús hafi skemmst af því. Jafnvel ekki þótt eggin hafi verið á fimmta tuginn. Ég skil ekki fólk sem jesúsar sig yfir þessum ódámum. Að hugsa sér, að vilja ekki mæta á mótmæli vegna þess að maður sé meira á móti því að 1% viðstaddra hendi nokkrum eggjum heldur en að 1% þjóðarinnar komi hinum á hausinn. Rugl, tómt rugl. Hverjum er ekki sama um einhver andskotans egg? Sama með fánamanninn, hetju dagsins. Bónusfáninn hitti beint í mark og hlægilegt að ætla sér að handtaka mann fyrir eitthvað jafnsaklaust og þetta.
Aðalfréttin er auðvitað sú að mörgþúsund reiðir Íslendingar komu saman á friðsamlegum útifundi, tjáðu hug sinn og skildu ekki einu sinni eftir sig teljandi magn af drasli. Hörður Torfason á sóma skilinn fyrir að hafa skipulagt þennan fund og stjórnað honum.
Sjáumst á Austurvelli eftir viku, laugardag klukkan 15!
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 02:35
Því miður er þetta fólk sem tók þátt í þessu dreggjar þjóðfélagsinns. Af myndum að dæma er þarna samankomið þekkstasta dóplið Íslands dópsalar öryggjar á framfæri ríkisinns, og annað undirmálsfólk sem ætlar ekki að taka þátt í að byggja upp nýtt Ísland. Þetta fólk ætlar að láta okkur hin borga brúsann eins og það hefur áður gert. Hvers vegna beinir þetta fólk ekki spjótum sínum að bönkunum, Jóni Ásgeiri, Hannesi Smárasyni Gunnari Smára, og öðrum drullusokkum sem hafa komið okkur í þessa stöðu. Svarið er einfalt, þeir sem haga sér svona eru drullusokkar.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 03:20
Ómar, viltu réttlæti götunnar?
Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 03:30
Ómar ég þekki nokkra sem voru þarna og þetta eru enganvegin ,,þekktasta dóplið Íslands". Þetta er svo ómálefnalegt rugl hjá þér að ég nenni vart að svara því. Sem betur fer bý ég ekki lengur á þessum Kreppu-Kletti, þannig að ég þarf ekki að þola svona kjaftæði lengur. Íslendingar eru meðvirkasta þjóð í heiminum og styður sína ríkisstjórn út í það óendanlega. Á þessu landi þarf allt að brenna áður en fólk ákveður að ná í slökkvitækin.
Elías (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.