Tíu punktar um efnahagsmál, ESB/EES og sjálfstæði

Þórarinn Hjartarson skrifar á Eggina:

Tíu punktar um efnahagsmál, ESB/EES og sjálfstæði

Gott stöff þar á ferð. Lesið, meltið, áframsendið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góð samantekt. Aðalástæðan, sem gefin er fyrir því að við gengumst undir að láta kúga okkur til að láta fólkið borga óreiðuskuldirnar (að því forspurðu) og taka því á okkur skuldbindingar umfram lögfesta tryggingasáttmála, var sú að við hefðum verið rekin úr EES. Hefði farið fé betra segi ég. Þetta gefur forsmekkinn algerlega af atkvæðavægi okkar og sjálfákvörðunarrétti ef til inngöngu kemur. Nú erum við kúguð undir reglugerðarfarganið til helminga og þegar er fjöldi greina, sem ganga þvert á okkar eigin stjórnarskra. Eftirá höfum við 100% kúgun. Þetta verður að stöðva. Úrsögn úr ees er hluti í þeirri áætlun.

Nú þegar er hafinn gríðarlegur landflótti menntuðustu og afkastamestu einstaklinga. Það eru afleiðingarnar, sem þessir menn neita að horfast í augu við. Það verður hreinlega ekki hægt að búa hér. 15-20% þjóðarinnar verða farin úr landi fyrir vorið. Það kemur af stað keðjuverkun landflótta og algeru hruni. Hefðum við sagt ees að éta skít, þá hefðum við getað snúið þessu við.

Hvers vegna í ósköpunum þorðu þessir hryggleysingjar ekki að láta reyna á það? Jú þeir eru að vernda peninga elítunnar og eigin stöðu. Á meðan skuldum er skellt á alþýðuna óseka, þá hafa stórvesírarnir ekkert þurft að borga eða afsala sér. Sama fólk situr við stjórnvölinn í ríkistjórn og í fjármálageiranum. Ekkert hefur breyst nema það að alþýðan er öll komin undir fátækramörk og heimilin gjaldþrota. 

Ég held að bylting hafi verið gerð á veikari grunni en þetta. Það er víst.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér þarf bylting ekki að vera gerð í neinni totalitarian stefnu, það fæst ekki samstaða um það. Hér þarf byltingu til að fjarlægja krabbamein, sem er að draga þjóðina til dauða. Damage control.  Hér er enginn að kalla á nýtt alræði, heldur mannlegra opnara, réttlátara og lýðræðislegra samfélag. Það þarf að vera á oddinum. Socialismi og sjálfsþurftarstefna er ekki markmið til framtíðar, heldur remedía í átt til frjálsræðis, þar sem íbúar landsins hafa allt með framtíð þess að gera en ekki 2-4 ættir ríkra og spilltra sosíópata.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ef þú spyrð mig, þá er sósíalismi víst stefna til framtíðar. Samfélagið á að byggjast á jöfnuði, réttlæti, lýðræði og fyrirhyggju. Með öðrum orðum, sósíalisma.

Vésteinn Valgarðsson, 21.11.2008 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband