Skemmdarverk

Að kaupa gömul hús sem hafa þjónað hlutverki sínu í áratugi og gera það enn, úthýsa þeim sem eru með rekstur í þeim, taka úr þeim ofna og einangrun og útsetja þau fyrir veðri og vindum til þess eins að geta rifið þau og byggt ofvaxna lágkúru í staðinn -- það heita skemmdarverk samkvæmt minni orðabók. Þessi grey hús eru fórnarlömb kapítalismans, hjartalausrar gróðahyggju og blindu á menningarverðmæti.

Svei.


mbl.is Vill rífa en má það ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Fer eftir atvikum. Ég er annars ekki vanur al hugsa um Hverfisgötu eða Baldursgötu sem "landsbyggðina".

Vésteinn Valgarðsson, 21.11.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þú getur tekið hvaða timburhús sem er, sama hversu fallegt það er, rótgróið eða sögufrægt, rifið úr því ofna og klæðningar og sleppt inn í það rottum og termítum og fyrr en varir ertu kominn með "fúahjall". Núverandi fyrirkomulag hefur ekki haldið Laugaveginum í kyrkingartaki hingað til. Það sem hefur drepið hann eru "athafnamenn" sem vilja ryðja burt því sem fyrir er til þess að byggja stærra í staðinn.

Vésteinn Valgarðsson, 21.11.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er einfaldlega ekki rétt hjá þér.

Það getur verið að einhverjir kaupmenn hafi hætt rekstri vegna óánægju, en aðrir fylla í skörðin. Ég kannast ekki við að götumyndin hafi verið fólki til ama hingað til. Hvernig er það með ykkur, sem öllu viljið ryðja burt, hvers vegna viðurkennið þið ekki að það sé eitthvað varið í gömul hús, þótt ykkur finnist ný kannski betri? Og hvers vegna eru það elstu húsin sem þarf að rífa? Er ekki hægt að rífa einhver af þessum hryllingshúsum frá 7. eða 8. áratugnum og byggja ný, betri og fallegri í staðinn?

Bílastæðavandinn er áþreifanlegur. Á honum sé ég tvær lausnir: Annað hvort að byggja bílastæðahús á auðum lóðum eða neðanjarðar, ellegar þá að bæta almenningssamgöngur þannig að það sé ekki þörf fyrir eins mörg stæði.

Vésteinn Valgarðsson, 22.11.2008 kl. 04:26

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég þekki til fólks sem var í verslunarrekstri við Laugaveg en varð að hrökklast úr húsinu vegna þess að leigusalinn vildi frekar láta það standa autt og drabbast niður svo hann gæti fengið að rífa það. Það er ekki von að Laugavegurinn dafni eðlilega þegar hann er í skrúfstykki gróðafíknar leigusalanna sem vilja frekar rífa húsin.

Vésteinn Valgarðsson, 24.11.2008 kl. 00:47

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Og hvers vegna heldurðu að útgangurinn sé svona? Það er vegna þess að eigendurnir halda þeim ekki við heldur láta þau standa auð í von um að fá að rífa þau! Gömul hús standa vanalega fyllilega fyrir sínu ef það er hugsað um það. Auk þess er víða hæglega hægt að gera breytingar sem stórauka notagildi þeirra án þess að eyðileggja þau. En að breyta 150 fm byggingu í 600 fm byggingu gerir maður ekki án þess að rífa þá gömlu og byggja nýja.

Vésteinn Valgarðsson, 24.11.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband